„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 22:16 Nemendur MA eru þreyttir á því að rútur leggi þvert fyrir bíla á bílastæði skólans. Rútubílstjóri hleypti úr tveimur dekkjum nemenda sem svaraði í sömu mynt. skjáskot Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“ Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“
Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira