Auka lífsgæði og spara milljarða Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 4. september 2023 09:02 Tilefni viðtals við mennta- og barnamálaráðherra á RÚV þann 14. ágúst sl. voru breytingar á þjónustu við 127 börn með fjölþættan vanda. Breytingar sem gætu aukið gæði þjónustu við börnin og sparað milljarð króna árlega. Kostnaður yrði 5 milljarðar árlega í stað 6 eða um 40 milljónir króna á ári hvert barn í stað 47 milljóna króna. Líklegt er að foreldrar þessara 127 barna hafi ekki fengið þann stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins sem þeir þurftu. Í framhaldi hófst leikskólaganga án þess að leikskólinn fengi viðeigandi stuðning til að sinna þörfum þessara barna og fjölskyldna þeirra. Síðan tók við grunnskólaganga sem leiddi til þess að möguleiki á að njóta framhaldsskólaáranna og/eða þátttöku í atvinnulífinu varð ekki sjálfsagður. Á öllum þessum stigum er starfsfólk undir miklu álagi við að sinna erfiðu verkefni án þess að á því sé viðunandi skilningur og stuðningur til staðar. Starfsfólk skóla er ekki eina stéttin sem þarf að takast á við álag vegna ofangreinds því álagið berst áfram á heilbrigðis- og velferðarstéttir. Kostnaður vegna kulnunar er líklega ekki meðtalinn í 6 milljarða tölunni sem oft leiðir af sér að fólk er tilneytt til að yfirgefa vinnumarkað langt um aldur fram. Auka fagmennsku og nýta mannauð betur Í viðtali RÚV við ráðherra sagði hann: „Auka þarf úrræði, fagmennsku…og nýta mannauð betur”. Að tilhlutan ríkisstjórnar Íslands var haldin ráðstefna um foreldrahæfni árið 2008. Ráðstefnan var liður í framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Markmið aðgerðaáætlunarinnar var að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja og vinna gegn ofbeldi á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum. Tvö ný úrræði voru kynnt á ráðstefnunni, bæði byggð á traustum rannsóknum og greiningum. Það var annars vegar MST (Multi System Therapy) ný meðferðarþjónusta á vegum Barnaverndarstofu, og hins vegar úrræði frá Gottman stofnuninni fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna á vegum einkaaðila. Í samantekt ofangreindrar ráðstefnu er ritað: „Það er hægt að gera foreldra hæfari með fræðslu og þjálfun“... „Ef vel tekst til er árangurinn sem næst með þessum nýju aðferðu mun varanlegri heldur en stofnanainngrip...“ „Ef tekst að gera foreldri hæft í hlutverki sínu nýtist það barninu til fullorðinsára. Ekki síður er mikilvægt að með þessu opnist möguleiki á miklu snemmtækari aðgerðum en með seinni og flóknari afskiptum stofnana af málum barna. Með því að gera þessa hjálp aðgengilega fyrir foreldra ungbarna er hægt að taka strax fyrir vanda sem ella myndi ágerast.“ Þrátt fyrir góðar fyrirætlanir fékk ofannefnt Gottman úrræði einungis 500.000 króna styrk árið 2009, sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að efla foreldrahæfni. Frá árinu 2008 hefur ríkið varið hundruðum milljarða króna í stofnanainngrip og lyfjakostnað vegna hegðunarvanda barna. Ekki er ásættanlegt að halda áfram með sama hætti og fyrir löngu kominn tími til að framsækin sveitarfélög fái tækifæri til að bjóða verðandi foreldrum og foreldrum ungbarna aukið val. Ríki og atvinnulíf bregðist við Íslenskir foreldrar leggja atvinnulífinu til fleiri vinnustundir á viku en foreldrar í löndunum sem við berum okkur saman við. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka stöðu með kvennastéttum, foreldrum og sveitarfélögum og krefja ríkið um ábyrgari ráðstöfun fjármuna. Það snýst um að taka markvissar og öflugar ákvarðanir varðandi foreldrafræðslu og foreldrastuðning í forvarnarskyni og spara þannig kostnað vegna bæði stofnanainngripa og lyfjakostnaðar. Ríkið greiðir í dag 47 milljónir á ári fyrir þá sem þurfa á dýrustu úrræðunum að halda, alls 6 milljarða króna samtals á ári. Til að styðja við fyrirbyggjandi aðgerðir gæti fyrsta skrefið verið að ríki og atvinnulífið taki höndum saman og leggi sveitarfélögum til 6 milljarða króna á ári. Á Íslandi fæðast um 5000 börn á ári. Fyrir 6 milljarða króna er hægt að verja um 1,2 milljónum króna að meðaltali í stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins. Undirstöðufræðsla með tilkomu foreldrarhlutverksins Í því verkefni væri hægt að nýta áðurnefnt Gottman úrræði og önnur sambærileg úrræði sem undirstöðufræðslu með tilkomu foreldrarhlutverksins ásamt því að skima fyrir hverjir þurfa frekari stuðning og þjónustu. Þannig væri hægt að hefja forvarnarstarf strax á meðgöngu og veita sérhæfða snemmtæka íhlutun þar sem þörf er á. Við þurfum að gera kröfu um að ríkið nýti mannauð okkar og skattfé af meiri fagmennsku. RÚV og aðrir fjölmiðlar gætu fylgt viðtalinu við ráðherra frá 14. ágúst sl. eftir með því að kanna hve mörg börn þáðu áðurnefnda þjónustu fyrir 10 og 20 árum. Í framhaldi væri hægt að fá innsýn í hvað börnin yrðu mögulega mörg eftir 10 og 20 ár. Fjölmiðlarnir gætu notað þær upplýsingar til að skoða hvaða áhrif það hefði á þá grunnþjónustu sem opinberir aðilar veita að síhærri fjárhæð færi í þjónustu við stækkandi hóp barna í allra dýrustu úrræðunum. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Tilefni viðtals við mennta- og barnamálaráðherra á RÚV þann 14. ágúst sl. voru breytingar á þjónustu við 127 börn með fjölþættan vanda. Breytingar sem gætu aukið gæði þjónustu við börnin og sparað milljarð króna árlega. Kostnaður yrði 5 milljarðar árlega í stað 6 eða um 40 milljónir króna á ári hvert barn í stað 47 milljóna króna. Líklegt er að foreldrar þessara 127 barna hafi ekki fengið þann stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins sem þeir þurftu. Í framhaldi hófst leikskólaganga án þess að leikskólinn fengi viðeigandi stuðning til að sinna þörfum þessara barna og fjölskyldna þeirra. Síðan tók við grunnskólaganga sem leiddi til þess að möguleiki á að njóta framhaldsskólaáranna og/eða þátttöku í atvinnulífinu varð ekki sjálfsagður. Á öllum þessum stigum er starfsfólk undir miklu álagi við að sinna erfiðu verkefni án þess að á því sé viðunandi skilningur og stuðningur til staðar. Starfsfólk skóla er ekki eina stéttin sem þarf að takast á við álag vegna ofangreinds því álagið berst áfram á heilbrigðis- og velferðarstéttir. Kostnaður vegna kulnunar er líklega ekki meðtalinn í 6 milljarða tölunni sem oft leiðir af sér að fólk er tilneytt til að yfirgefa vinnumarkað langt um aldur fram. Auka fagmennsku og nýta mannauð betur Í viðtali RÚV við ráðherra sagði hann: „Auka þarf úrræði, fagmennsku…og nýta mannauð betur”. Að tilhlutan ríkisstjórnar Íslands var haldin ráðstefna um foreldrahæfni árið 2008. Ráðstefnan var liður í framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Markmið aðgerðaáætlunarinnar var að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja og vinna gegn ofbeldi á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum. Tvö ný úrræði voru kynnt á ráðstefnunni, bæði byggð á traustum rannsóknum og greiningum. Það var annars vegar MST (Multi System Therapy) ný meðferðarþjónusta á vegum Barnaverndarstofu, og hins vegar úrræði frá Gottman stofnuninni fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna á vegum einkaaðila. Í samantekt ofangreindrar ráðstefnu er ritað: „Það er hægt að gera foreldra hæfari með fræðslu og þjálfun“... „Ef vel tekst til er árangurinn sem næst með þessum nýju aðferðu mun varanlegri heldur en stofnanainngrip...“ „Ef tekst að gera foreldri hæft í hlutverki sínu nýtist það barninu til fullorðinsára. Ekki síður er mikilvægt að með þessu opnist möguleiki á miklu snemmtækari aðgerðum en með seinni og flóknari afskiptum stofnana af málum barna. Með því að gera þessa hjálp aðgengilega fyrir foreldra ungbarna er hægt að taka strax fyrir vanda sem ella myndi ágerast.“ Þrátt fyrir góðar fyrirætlanir fékk ofannefnt Gottman úrræði einungis 500.000 króna styrk árið 2009, sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að efla foreldrahæfni. Frá árinu 2008 hefur ríkið varið hundruðum milljarða króna í stofnanainngrip og lyfjakostnað vegna hegðunarvanda barna. Ekki er ásættanlegt að halda áfram með sama hætti og fyrir löngu kominn tími til að framsækin sveitarfélög fái tækifæri til að bjóða verðandi foreldrum og foreldrum ungbarna aukið val. Ríki og atvinnulíf bregðist við Íslenskir foreldrar leggja atvinnulífinu til fleiri vinnustundir á viku en foreldrar í löndunum sem við berum okkur saman við. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka stöðu með kvennastéttum, foreldrum og sveitarfélögum og krefja ríkið um ábyrgari ráðstöfun fjármuna. Það snýst um að taka markvissar og öflugar ákvarðanir varðandi foreldrafræðslu og foreldrastuðning í forvarnarskyni og spara þannig kostnað vegna bæði stofnanainngripa og lyfjakostnaðar. Ríkið greiðir í dag 47 milljónir á ári fyrir þá sem þurfa á dýrustu úrræðunum að halda, alls 6 milljarða króna samtals á ári. Til að styðja við fyrirbyggjandi aðgerðir gæti fyrsta skrefið verið að ríki og atvinnulífið taki höndum saman og leggi sveitarfélögum til 6 milljarða króna á ári. Á Íslandi fæðast um 5000 börn á ári. Fyrir 6 milljarða króna er hægt að verja um 1,2 milljónum króna að meðaltali í stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins. Undirstöðufræðsla með tilkomu foreldrarhlutverksins Í því verkefni væri hægt að nýta áðurnefnt Gottman úrræði og önnur sambærileg úrræði sem undirstöðufræðslu með tilkomu foreldrarhlutverksins ásamt því að skima fyrir hverjir þurfa frekari stuðning og þjónustu. Þannig væri hægt að hefja forvarnarstarf strax á meðgöngu og veita sérhæfða snemmtæka íhlutun þar sem þörf er á. Við þurfum að gera kröfu um að ríkið nýti mannauð okkar og skattfé af meiri fagmennsku. RÚV og aðrir fjölmiðlar gætu fylgt viðtalinu við ráðherra frá 14. ágúst sl. eftir með því að kanna hve mörg börn þáðu áðurnefnda þjónustu fyrir 10 og 20 árum. Í framhaldi væri hægt að fá innsýn í hvað börnin yrðu mögulega mörg eftir 10 og 20 ár. Fjölmiðlarnir gætu notað þær upplýsingar til að skoða hvaða áhrif það hefði á þá grunnþjónustu sem opinberir aðilar veita að síhærri fjárhæð færi í þjónustu við stækkandi hóp barna í allra dýrustu úrræðunum. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun