Jadon Sancho settur út í kuldann og svarar fyrir sig Siggeir Ævarsson skrifar 4. september 2023 07:00 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á Old Trafford Vísir/Getty Jadon Sancho var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Arsenal í gær. Erik ten Hag, þjálfari United, sagði í viðtali að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið. Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30