Fyrstu þreföldu þrennurnar í ensku úrvalsdeildinni í 28 ár Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 23:30 Erling Haaland er sennilega skilvirkasti markaskorari heims um þessar mundir Vísir/Getty Þeir Erling Haaland, Son Heung-min og Evan Ferguson skrifuðu nöfn sín í sögubækurnar í gær þegar þeir skoruðu þrennu hver. Var þetta í fyrsta sinn síðan 1995 að þrír mismunandi leikmenn skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni sama daginn. Þremenningarnir sem gerðu þetta fyrst, þann 25. september 1995, voru þeir Alan Shearer, Robbie Fowler og Tony Yeboah. Shearer átti eftir að skora nokkur mörk enn þetta tímabilið en hann endaði markahæstur í deildinni með 31 mark og Robbie Fowler kom næstur með 28. Yeboah var ekki jafn iðinn við kolann og hinir tveir og lét tólf mörk duga í 22 leikjum. Shearer átti lengi vel markametið í deildinni, sem hann deildi með Andy Cole, en þeir náðu báðir að skora 34 mörk á tímabili. Cole tímabilið 93-94 og Shearer 94-95. Því verður þó að halda til haga að þessi tímabil voru 22 lið í deildinni. Shearer lék alla 42 leiki Newcastle þegar hann skoraði sín 34 mörk og Cole lék 40 leiki. Metið féll loks í fyrra þegar Haaland skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Manchester City. Hann er nú kominn með sex mörk í fjórum leikjum. Af þeim þremenningum sem skoruðu í gær er Even Ferguson langyngstur, fæddur í október 2004 og gæti því vel bætt við fleiri þrennum. Miðað við aldur og fyrri störf verður þó að teljast líklegt að Haaland muni toppa listann yfir flestar þrennur í deildinni fljótlega. Hann er þegar kominn með fimm slíkar en Sergio Aguero er efstur á listanum með tólf og Shearer næstur með ellefu og þá Fowler með níu. Fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni var Eric Cantona í leik Leeds og Tottenham þann 25. ágúst 1992. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Þremenningarnir sem gerðu þetta fyrst, þann 25. september 1995, voru þeir Alan Shearer, Robbie Fowler og Tony Yeboah. Shearer átti eftir að skora nokkur mörk enn þetta tímabilið en hann endaði markahæstur í deildinni með 31 mark og Robbie Fowler kom næstur með 28. Yeboah var ekki jafn iðinn við kolann og hinir tveir og lét tólf mörk duga í 22 leikjum. Shearer átti lengi vel markametið í deildinni, sem hann deildi með Andy Cole, en þeir náðu báðir að skora 34 mörk á tímabili. Cole tímabilið 93-94 og Shearer 94-95. Því verður þó að halda til haga að þessi tímabil voru 22 lið í deildinni. Shearer lék alla 42 leiki Newcastle þegar hann skoraði sín 34 mörk og Cole lék 40 leiki. Metið féll loks í fyrra þegar Haaland skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Manchester City. Hann er nú kominn með sex mörk í fjórum leikjum. Af þeim þremenningum sem skoruðu í gær er Even Ferguson langyngstur, fæddur í október 2004 og gæti því vel bætt við fleiri þrennum. Miðað við aldur og fyrri störf verður þó að teljast líklegt að Haaland muni toppa listann yfir flestar þrennur í deildinni fljótlega. Hann er þegar kominn með fimm slíkar en Sergio Aguero er efstur á listanum með tólf og Shearer næstur með ellefu og þá Fowler með níu. Fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni var Eric Cantona í leik Leeds og Tottenham þann 25. ágúst 1992.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira