Golfvöllurinn á kafi og manni bjargað úr húsi í Sandgerði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. september 2023 23:20 Ljóst er að Kirkjubólsvöllur í Sandgerði hefur orðið fyrir miklum skemmdum. vísir Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu manni til bjargar eftir að sjór flæddi yfir sjóvarnargarða í Sandgerði. Sjórinn umlukti hús hans en það er sömuleiðis allt á floti á golfvelli bæjarins. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að björgunarsveit hafi verið kölluð út í kvöld eftir að sjór gekk á land í Hvalnesi, suður af Sandgerði. Umrætt hús.björgunarsveitin sigurvon „Sjóvarnargarður brast og nú umlykur sjór að minnsta kosti eitt hús. Þegar þetta gerist var einn íbúi í húsinu sem þurfti að vaða sjó til að komast á brott. Það er verið að gera ráðstafanir og fá sandpoka til að setja fyrir dyraop og annað. Það virðist hafa flætt ansi mikið þarna.“ Dælubíll frá brunavörnum Suðurnesja var kallaður til til þess að dæla úr húsinu. „Það er mjög há sjávarstaða,“ segir Jón Þór. Allt á kafi Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, sem eru búsett í Nátthaga í Suðurnesjabæ áttu leið hjá golfvellinum í kvöld. „Okkur er litið út um gluggann og sjáum að varnargarðarnir eru brostnir. Það er þvílíkur kraftur í þessu. Við ákváðum að taka myndir til að vekja menn vegna þess að það er í raun ekkert eftir af þessum varnargarði. Það er allt á floti, bara eins og á kæmi hérna yfir,“ segir Marta í samtali við Vísi. Hún segir að allt hafi verið komið á kaf eftir örfáar mínútur. „Við vorum næstum lokuð inni, við gengum út til að taka myndir og svo flæddi allt um kring. Sjórinn er farinn að falla frá en það verður svakalegt að sjá tjónið á morgun. Þetta er mjög vinsæll og góður golfvöllur,“ segir hún. Tvær golfbrautir, fimmtánda og sextánda, hafa orðið fyrir miklu tjóni að sögn Friðriks. Golfvöllurinn er staðsettur við Nátthaga, milli Garðs og Sandgerðis. Það var ekki aðeins í Sandgerði sem það flæddi yfir sjóvarnargarða. Við Ægissíðu í Reykjavík hefur sjór flætt yfir göngustíga. Frá Ægissíðu í kvöld. vísir Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Suðurnesjabær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að björgunarsveit hafi verið kölluð út í kvöld eftir að sjór gekk á land í Hvalnesi, suður af Sandgerði. Umrætt hús.björgunarsveitin sigurvon „Sjóvarnargarður brast og nú umlykur sjór að minnsta kosti eitt hús. Þegar þetta gerist var einn íbúi í húsinu sem þurfti að vaða sjó til að komast á brott. Það er verið að gera ráðstafanir og fá sandpoka til að setja fyrir dyraop og annað. Það virðist hafa flætt ansi mikið þarna.“ Dælubíll frá brunavörnum Suðurnesja var kallaður til til þess að dæla úr húsinu. „Það er mjög há sjávarstaða,“ segir Jón Þór. Allt á kafi Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, sem eru búsett í Nátthaga í Suðurnesjabæ áttu leið hjá golfvellinum í kvöld. „Okkur er litið út um gluggann og sjáum að varnargarðarnir eru brostnir. Það er þvílíkur kraftur í þessu. Við ákváðum að taka myndir til að vekja menn vegna þess að það er í raun ekkert eftir af þessum varnargarði. Það er allt á floti, bara eins og á kæmi hérna yfir,“ segir Marta í samtali við Vísi. Hún segir að allt hafi verið komið á kaf eftir örfáar mínútur. „Við vorum næstum lokuð inni, við gengum út til að taka myndir og svo flæddi allt um kring. Sjórinn er farinn að falla frá en það verður svakalegt að sjá tjónið á morgun. Þetta er mjög vinsæll og góður golfvöllur,“ segir hún. Tvær golfbrautir, fimmtánda og sextánda, hafa orðið fyrir miklu tjóni að sögn Friðriks. Golfvöllurinn er staðsettur við Nátthaga, milli Garðs og Sandgerðis. Það var ekki aðeins í Sandgerði sem það flæddi yfir sjóvarnargarða. Við Ægissíðu í Reykjavík hefur sjór flætt yfir göngustíga. Frá Ægissíðu í kvöld. vísir
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Suðurnesjabær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira