Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. september 2023 21:05 Þær Helga Vala og Kristrún segja báðar að brotthvarf þeirrar fyrrnefndu af þingi tengist ekki ósætti milli þeirra. Hafna þær sögusögnum af erjum innan flokksins. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Greint var frá því í dag að Helga Vala hafi tekið ákvörðun um að hætta á þingi og snúa sér alfarið að lögmennsku. Í helgarviðtali Morgunblaðsins var Helga Vala spurð hvort hún og Kristrún hafi ekki getað unnið saman, með vísan til fyrrgreindra sögusagna. „Ég er búin að heyra þetta allt. Fyrst átti þetta að vera milli hennar og Oddnýjar [G. Harðardóttur], en svo heyrði ég einhvern tala um að vinnustaðasálfræðingur hefði komið til aðstoðar vegna þess að mér og Kristrúnu kæmi ekki saman. Mér var a.m.k. ekki boðið í það partí og það hefur engum dottið í hug að spyrja mig hvort það væri fótur fyrir þessari sögu,“ er haft eftir Helgu Völu. Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag.Vísir/Vilhelm Segist hún vera mikill Evrópusinni en ESB aðild er eitt af þeim málum sem sett voru á ís innan Samfylkingarinnar eftir að Kristrún tók við. Sama á við um baráttu fyrir „nýju stjórnarskránni“ sem Helga Vala hefur sömuleiðis talað fyrir. „Mín útganga snýst bara ekkert um Kristrúnu. Og þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga Vala ennfremur. Helga Vala hafnaði því að hún væri að snúa aftur í lögmennskuna þegar Vísir greindir frá endurnýjun réttinda hennar í lok ágúst. Í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 var Kristrún sömuleiðis spurð út brotthvarf Helgu Völu af þingi og hvort það hafi komið á óvart. „Ég held að allar svona ákvarðanir hafi aðdraganda,“ sagði Kristrún. „Ég vissi af því að lögmennskan væri búin að toga í hana í einhvern tíma, það eiga sér auðvitað stað einhver samtöl. En það eru alltaf tímamót þegar ákvörðun er loks tekin. Það verður ekki tekið af því að þetta er nýr veruleiki fyrir okkar þingflokk, hún hefur verið öflug samstarfskona og átt stóran skerf í okkar þingflokki.“ Kristrún tók við sem formaður flokksins í október á síðasta ári og hefur frá því breytt ýmsum áherslum.vísir/vilhelm Hún var einnig spurð hvort brotthvarfið væri mikið högg fyrir flokkinn. Kristrún hikaði örlítið en sagði: „Það verður ekki tekið af henni allt sem hún hefur verið gert. Við höfum verið mjög stolt af því sem hún hefur gert fyrir flokkinn, mikil baráttukona. Ég held að flestir Íslendingar þekki til hennar góðu vinnu. En verkefnin verða ekki tekin af okkur og maður þarf að vera vel mannaður og við erum með góðan varamann sem kemur inn í kjölfarið, hún Dagbjört (Hákonardóttir) og ég hef mikla trú á henni. Kristrún hafnar því að ágreingur þeirra tveggja hafi leitt til þess að Helga Vala sé nú hætt á þingi. „Ég held að hún hafi verið mjög skýr með þetta og to the point í morgun í Mogganum. Það er þannig að við erum öll með okkar með reynslu og fagsvið og ég held að það sé ekki óeðlilegt að fólk endurhugsi af og til hvað það sé að eyða tímanum sínum í. Í þessu tilviki var eitthvað annað sem togaði í hana og ég ber bara virðingu fyrir því,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Greint var frá því í dag að Helga Vala hafi tekið ákvörðun um að hætta á þingi og snúa sér alfarið að lögmennsku. Í helgarviðtali Morgunblaðsins var Helga Vala spurð hvort hún og Kristrún hafi ekki getað unnið saman, með vísan til fyrrgreindra sögusagna. „Ég er búin að heyra þetta allt. Fyrst átti þetta að vera milli hennar og Oddnýjar [G. Harðardóttur], en svo heyrði ég einhvern tala um að vinnustaðasálfræðingur hefði komið til aðstoðar vegna þess að mér og Kristrúnu kæmi ekki saman. Mér var a.m.k. ekki boðið í það partí og það hefur engum dottið í hug að spyrja mig hvort það væri fótur fyrir þessari sögu,“ er haft eftir Helgu Völu. Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag.Vísir/Vilhelm Segist hún vera mikill Evrópusinni en ESB aðild er eitt af þeim málum sem sett voru á ís innan Samfylkingarinnar eftir að Kristrún tók við. Sama á við um baráttu fyrir „nýju stjórnarskránni“ sem Helga Vala hefur sömuleiðis talað fyrir. „Mín útganga snýst bara ekkert um Kristrúnu. Og þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga Vala ennfremur. Helga Vala hafnaði því að hún væri að snúa aftur í lögmennskuna þegar Vísir greindir frá endurnýjun réttinda hennar í lok ágúst. Í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 var Kristrún sömuleiðis spurð út brotthvarf Helgu Völu af þingi og hvort það hafi komið á óvart. „Ég held að allar svona ákvarðanir hafi aðdraganda,“ sagði Kristrún. „Ég vissi af því að lögmennskan væri búin að toga í hana í einhvern tíma, það eiga sér auðvitað stað einhver samtöl. En það eru alltaf tímamót þegar ákvörðun er loks tekin. Það verður ekki tekið af því að þetta er nýr veruleiki fyrir okkar þingflokk, hún hefur verið öflug samstarfskona og átt stóran skerf í okkar þingflokki.“ Kristrún tók við sem formaður flokksins í október á síðasta ári og hefur frá því breytt ýmsum áherslum.vísir/vilhelm Hún var einnig spurð hvort brotthvarfið væri mikið högg fyrir flokkinn. Kristrún hikaði örlítið en sagði: „Það verður ekki tekið af henni allt sem hún hefur verið gert. Við höfum verið mjög stolt af því sem hún hefur gert fyrir flokkinn, mikil baráttukona. Ég held að flestir Íslendingar þekki til hennar góðu vinnu. En verkefnin verða ekki tekin af okkur og maður þarf að vera vel mannaður og við erum með góðan varamann sem kemur inn í kjölfarið, hún Dagbjört (Hákonardóttir) og ég hef mikla trú á henni. Kristrún hafnar því að ágreingur þeirra tveggja hafi leitt til þess að Helga Vala sé nú hætt á þingi. „Ég held að hún hafi verið mjög skýr með þetta og to the point í morgun í Mogganum. Það er þannig að við erum öll með okkar með reynslu og fagsvið og ég held að það sé ekki óeðlilegt að fólk endurhugsi af og til hvað það sé að eyða tímanum sínum í. Í þessu tilviki var eitthvað annað sem togaði í hana og ég ber bara virðingu fyrir því,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48