„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2023 08:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni. Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan. Danski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan.
Danski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð