Hlakkar til að starfa með föður sínum sem stjórnarformaður Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 11:44 Baldvin Þorsteinsson, nýr stjórnarformaður Samherja, segist þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt. Mynd/Samherji Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Samherja. Hann segist hlakka til að starfa með föður sínum, sem er forstjóri fyrirtækisins, og öðru starfsfólki Samherja. Eiríkur S. Jóhannsson lét af störfum sem stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn fyrirtækisins samfellt frá árinu 2001 og þar af sem stjórnarformaður frá 2005. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja, en hún byggir á aðalfundi félagsins sem fór fram í síðustu viku. Greint er frá því að rekstrarhagnaður Samherja hafi numið 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og hafi því aukist um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða skyldi út arð til hluthafa félagsins sem næmi 3,7 prósent hagnaðar ársins. Jafnvirði þess er 558 milljóna króna. Tekið er fram að það sé í fyrsta skipti í fjögur ár sem greiddur er arður til hluthafa. Eignir Samherja í árslok námu 107,7 milljörðum króna og eigið fé var 79,8 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 74 prósent. Ný stjórn var jafnframt kjörin, en líkt og áður segir er Baldvin Þorsteinsson orðinn stjórnarformaður félagsins. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er stoltur að taka við sem formaður stjórnar Samherja hf. Ég byrjaði fyrst að vinna hjá félaginu ungur að árum og hef unnið margvísleg ólík störf hjá því gegnum árin. Ég hlakka til að starfa með föður mínum og öllu því frábæra starfsfólki sem er hjá Samherja hf. að áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ er haft eftir Baldvini. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af hlutverkinu, en hann mun einbeita sér að verkefnum Kaldbaks ehf. þar sem hann gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Sjávarútvegur Vistaskipti Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Eiríkur S. Jóhannsson lét af störfum sem stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn fyrirtækisins samfellt frá árinu 2001 og þar af sem stjórnarformaður frá 2005. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja, en hún byggir á aðalfundi félagsins sem fór fram í síðustu viku. Greint er frá því að rekstrarhagnaður Samherja hafi numið 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og hafi því aukist um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða skyldi út arð til hluthafa félagsins sem næmi 3,7 prósent hagnaðar ársins. Jafnvirði þess er 558 milljóna króna. Tekið er fram að það sé í fyrsta skipti í fjögur ár sem greiddur er arður til hluthafa. Eignir Samherja í árslok námu 107,7 milljörðum króna og eigið fé var 79,8 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 74 prósent. Ný stjórn var jafnframt kjörin, en líkt og áður segir er Baldvin Þorsteinsson orðinn stjórnarformaður félagsins. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er stoltur að taka við sem formaður stjórnar Samherja hf. Ég byrjaði fyrst að vinna hjá félaginu ungur að árum og hef unnið margvísleg ólík störf hjá því gegnum árin. Ég hlakka til að starfa með föður mínum og öllu því frábæra starfsfólki sem er hjá Samherja hf. að áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ er haft eftir Baldvini. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af hlutverkinu, en hann mun einbeita sér að verkefnum Kaldbaks ehf. þar sem hann gegnir stöðu framkvæmdastjóra.
Sjávarútvegur Vistaskipti Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira