Kristján ræddi við Morgunblaðið í gær og virðist nokkuð sáttur við ákvörðun ráðherra að þessu sinni að heimila veiðar með skilyrðum.
„Við fljótan yfirlestur reglugerðarinnar sýnist mér að við getum alveg lifað með þessu,“ segir Kristján. „„Ég er ekki búinn að lúslesa reglugerðina mörgum sinnum en mér sýnist að ákvæði hennar kveði að mestu leyti á um það sem við höfum verið að gera hvort eð er. Núna vilja menn fá þetta á blaði, sem er ekki eins og verið hefur, en við munum auðvitað fara að þeim fyrirmælum.“
Kristján segir gæðahandbækur sem kveðið er á um í raun aðeins lýsa verklagi. Nú vilji menn að „heilbrigði skynsemi“ verði sett niður á blað. Námskeið hafi verið haldið í vor með erlendum sérfræðingi þar sem farið hafi verið yfir flest það sem stendur í reglugerðinni.