„Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 09:01 Óskar Hrafn í leik gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins. Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira