„Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 09:01 Óskar Hrafn í leik gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins. Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira