Fótbolti

„Settum tóninn strax í upphafi leiks“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikmenn Vals nutu góðs af gæðum Amöndu í leiknum.  
Leikmenn Vals nutu góðs af gæðum Amöndu í leiknum.   Vísir/Vilhelm

Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins. 

„Við settum tóninn strax í upphafi leiksins og slökuðum ekkert á eftir það. Við fengum líka fullt af færum fyrir utan mörkin sex og héldum hreinu þannig að við getum ekki verið annað en sáttar við þessa frammistöðu,“ sagði kona kvöldsins. 

„Það er gaman að leggja upp mörk fyrir liðsfélagana og ég held að þær hafa bara verið sáttar við mig. Það voru margir leikmenn að spila vel í þessum leik og við áttum margar góðar sóknir. Ekki bara í mörkunum. Mér leið mjög vel inni á vellinum allan leikinn,“ sagði sóknarmaðurinn létt í lundu. 

Amanda hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hún hefur spilað fyrir Val síðan hún gekk til liðs við uppeldisfélag sitt frá Kristianstad um miðjan júlímánuð fyrr í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×