Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 19:20 Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. „Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Sjá meira
„Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Sjá meira