Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 16:24 Vladimír Pútín og Kim Jong Un. Pútín er talinn sækjast eftir sprengjukúlur og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. AP Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. Kirby sagði Rússa leita að frekari skotfærum fyrir stórskotalið og öðrum aðföngum fyrir hergagnaframleiðslu í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sergei Shoigu, varnarmálráðherra Rússlands, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu og var það í fyrsta sinn sem tekið var opinberlega á móti erlendum gesti þar í nokkur ár. Kirby sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að viðræðurnar væru ekki langt á veg komnar en þeim miðaði þó áfram. Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Rússar reiði sig mjög á skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran, en bæði ríkin eru mjög einangruð á alþjóðasviðinu vegna mannréttindabrota og þróun þeirra á kjarnorku og í tilfelli Norður-Kóreu, kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn sögðu frá því í fyrra að málaliðahópurinn Wagner Group hefði tekið móti sendinum af skotfærum frá Norður-Kóreu og var því svo haldið fram í mars að Rússar væru að leitast eftir frekari skotfærum og þá í skiptum fyrir matvæli og aðrar vöru. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn. Báðar fylkingar hafa á köflum skort skotfæri fyrir stórskotalið enda hefur þúsundum sprengikúla verið skotið á dag í átökunum. Hergagnaiðnaðurinn í Rússlandi er á yfirsnúningi og er einnig verið að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bakhjarlar Úkraínu hafa leitað víða um heim að skotfærum fyrir Úkraínumenn og hafa til að mynda keypt töluvert magn frá Suður-Kóreu. Þá hafa Bandaríkjamenn sent klasasprengjur til Úkraínu en gífurlegt magn þeirra má finna í vopnabúrum vestanhafs. Rússland Norður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Kirby sagði Rússa leita að frekari skotfærum fyrir stórskotalið og öðrum aðföngum fyrir hergagnaframleiðslu í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sergei Shoigu, varnarmálráðherra Rússlands, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu og var það í fyrsta sinn sem tekið var opinberlega á móti erlendum gesti þar í nokkur ár. Kirby sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að viðræðurnar væru ekki langt á veg komnar en þeim miðaði þó áfram. Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Rússar reiði sig mjög á skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran, en bæði ríkin eru mjög einangruð á alþjóðasviðinu vegna mannréttindabrota og þróun þeirra á kjarnorku og í tilfelli Norður-Kóreu, kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn sögðu frá því í fyrra að málaliðahópurinn Wagner Group hefði tekið móti sendinum af skotfærum frá Norður-Kóreu og var því svo haldið fram í mars að Rússar væru að leitast eftir frekari skotfærum og þá í skiptum fyrir matvæli og aðrar vöru. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn. Báðar fylkingar hafa á köflum skort skotfæri fyrir stórskotalið enda hefur þúsundum sprengikúla verið skotið á dag í átökunum. Hergagnaiðnaðurinn í Rússlandi er á yfirsnúningi og er einnig verið að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bakhjarlar Úkraínu hafa leitað víða um heim að skotfærum fyrir Úkraínumenn og hafa til að mynda keypt töluvert magn frá Suður-Kóreu. Þá hafa Bandaríkjamenn sent klasasprengjur til Úkraínu en gífurlegt magn þeirra má finna í vopnabúrum vestanhafs.
Rússland Norður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19