Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 19:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir tilfellum þar sem fangar fara í hungurverkfall hafa fjölgað undanfarin ár, auk þess sem tilfellin séu nú alvarlegri. Í sumum tilfellum hafa fangar verið hætt komnir vegna alvarlegs næringarskorts. Vísir/Sigurjón/Vilhelm Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira