Skertur opnunartími sundlauga í Árborg tekur gildi Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 11:08 Sundhöll Selfoss verður nú opin til kl. 21:00 á virkum dögum en 19:00 á föstudögum. Vísir/Vilhelm Opnunartími Sundhallar Selfoss styttist á föstudaginn þegar aðhaldsaðgerðir sveitarstjórnar Árborgar taka gildi. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð frá nóvember til mars. Formaður bæjarráðs segist skilja vel að íbúar Árborgar hafi misjafnar skoðanir á aðgerðunum. Bæjarstjórn Árborgar greip til aðhaldsaðgerða eftir að skuldir sveitarfélagsins uxu svo hratt að greiðslufall var yfirvofandi. Tugum starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp fyrr á árinu. Þá hefur ýmis þjónusta verið skert. Sundlaugar sveitarfélagsins komast ekki undan niðurskurðarhnífnum. Opnunartími Sundhallar Selfoss flesta virka daga styttist um hálftíma þegar vetraropnun tekur gildi á föstudag, 1. september. Á föstudögum verður opið til 19:00 í stað 21:30 áður. Róttækari eru breytingarnar í Sundlaug Stokkseyrar. Laugin er nú aðeins opin þrjá daga vikunnar eftir að vetraropnun tók gildi 21. ágúst. Henni verður svo lokað í fjóra mánuði frá 1. nóvember út febrúar. Frá 1. mars út maí verður hún opin þrjá daga en svo alla daga vikunnar frá 1. júní til 20. ágúst. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í fjóra mánuði í vetur.Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna sparnaður Skertur opnunartími lauganna tveggja á að skila um fimmtíu milljóna króna sparnaði að ári, tuttugu milljónum vegna laugarinnar á Stokkseyri en þrjátíu milljónum á Selfossi, að því er kemur fram í grein Braga Bjarnasonar, formanns bæjarráðs Árborgar og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á Vísi í dag. „Það er alltaf erfitt þegar er farið í skerðingu á þjónustu. Það kemur misjafnlega við fólk þannig að maður skilur mjög vel að það séu misjafnar skoðanir,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Oddvitinn segist þó finna fyrir því að íbúar sveitarfélagsins skilji að ráðast þurfi í aðgerðir til þess að rétta af fjárhagslega stöðu þess. „Við höfum auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir á að fara í og hvernig þær snerta okkur. Ég sýni því fullan skilning,“ segir hann. Árborg Sundlaugar Stjórnsýsla Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar greip til aðhaldsaðgerða eftir að skuldir sveitarfélagsins uxu svo hratt að greiðslufall var yfirvofandi. Tugum starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp fyrr á árinu. Þá hefur ýmis þjónusta verið skert. Sundlaugar sveitarfélagsins komast ekki undan niðurskurðarhnífnum. Opnunartími Sundhallar Selfoss flesta virka daga styttist um hálftíma þegar vetraropnun tekur gildi á föstudag, 1. september. Á föstudögum verður opið til 19:00 í stað 21:30 áður. Róttækari eru breytingarnar í Sundlaug Stokkseyrar. Laugin er nú aðeins opin þrjá daga vikunnar eftir að vetraropnun tók gildi 21. ágúst. Henni verður svo lokað í fjóra mánuði frá 1. nóvember út febrúar. Frá 1. mars út maí verður hún opin þrjá daga en svo alla daga vikunnar frá 1. júní til 20. ágúst. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í fjóra mánuði í vetur.Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna sparnaður Skertur opnunartími lauganna tveggja á að skila um fimmtíu milljóna króna sparnaði að ári, tuttugu milljónum vegna laugarinnar á Stokkseyri en þrjátíu milljónum á Selfossi, að því er kemur fram í grein Braga Bjarnasonar, formanns bæjarráðs Árborgar og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á Vísi í dag. „Það er alltaf erfitt þegar er farið í skerðingu á þjónustu. Það kemur misjafnlega við fólk þannig að maður skilur mjög vel að það séu misjafnar skoðanir,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Oddvitinn segist þó finna fyrir því að íbúar sveitarfélagsins skilji að ráðast þurfi í aðgerðir til þess að rétta af fjárhagslega stöðu þess. „Við höfum auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir á að fara í og hvernig þær snerta okkur. Ég sýni því fullan skilning,“ segir hann.
Árborg Sundlaugar Stjórnsýsla Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Sjá meira