Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 14:19 Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í atvinnumennskuna Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Danski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið.
Danski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira