Allir fengu þá aðstoð sem þeir þurftu á að halda.
Lögregla var einnig köllu til vegna vinnuslyss, mögulegs bruna í skóla og þjófnaðar á snjallúri.
Þá var hún að minnsta kosti tvisvar kölluð til vegna þjófnaðar úr verslun.
Í öðru tilvikinu var tilkynnt um þjófnað á tveimur pökkum af Mentos. Grunaði hljóp af vettvangi en var eltur uppi af starfsmanni verslunarinnar. Á endanum kom þó í ljós að vinur hins meinta þjófs hafði greitt fyrir Mentos-pakkana og lauk málinu þannig farsællega.
Lögregla var einnig beðin um aðstoð þegar einstaklingur fann ekki bifreið sína við Smáralind en hún kom síðar í leitirnar og var aðstoðin afturkölluð. Þá var tilkynnt um glæfraakstur þriggja bifreiða en þær fundust ekki.
Tilkynningar bárust einnig um grunsamlegar mannaferðir og mögulega fíkniefnasölu en umræddir aðilar fundust ekki við eftirgrennslan.