Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Kristinn Haukur Guðnason og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. ágúst 2023 23:00 Þorsteinn gerir frekar ráð fyrir að hlaupið komi úr vestari katlinum. Skjáskot Stöð 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. Almannavarnir vara við því að ár gætu flætt yfir bakka og nærliggjandi vegi. Landverðir í Hólaskjóli hafa orðið varir við brennisteinslykt á svæðinu og Veðurstofan varar við megnun sem getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði segir gervitunglamyndir sýna að upptök hlaupsins séu líklega í eystri katlinum. Almannavarnir ráðleggja fólki eindregið að halda sig fjarri farvegi Skaftár og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Hámark á næstu tveimur sólarhringum Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir að rennslið á efstu mælistöðinni, við Sveinstind, mælist 600 rúmmetrar á sekúndu sem teljist ekki sem stórt hlaup. Hins vegar hafi rennslisaukning mælst síðdegis og útlit fyrir að meira sé í katlinum, hvor sem það nú er. Sá eystri eða sá vestari, sem Þorsteinn telur líklegri í þetta skiptið út frá hlaupferlinum. „Þó það sé alls ekki víst er líklegt að þetta nái hámarki innan tveggja sólarhringa,“ segir Þorsteinn. Þjóðvegurinn öruggur í bili Aðspurður um flóðahættu segir Þorsteinn að bændur verði fyrir óþægindum af hlaupinu. Hlaupið sé það lítið að ekki sé talin hætta sé á að það flæði yfir þjóðveginn. „Ef þetta reynist vera úr eystri katlinum, sem við vitum ekki enn þá, gæti hlaupið sótt verulega í sig veðrið og orðið talsvert stærra en nú er. Svo er líka sá möguleiki, ef þetta er vestari ketillinn, að hinn komi með hlaup í kjölfarið ofan í hitt,“ segir Þorsteinn. Það sé þó ekki sértaklega líklegt á þessari stundu. Leysingavatn gæti bæst við Um helgina er spáð stormi og það getur haft áhrif að sögn Þorsteins. Það er ef leysingavatn úr jöklum bætist við lónin sem eru upptök þessara hlaupa. Þetta viðbótarvatn getur komið af stað heilu hlaupi. „Við ættum að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað slíkt gæti orðið en ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast,“ segir Þorsteinn að lokum. Hlaup í Skaftá Veður Almannavarnir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Almannavarnir vara við því að ár gætu flætt yfir bakka og nærliggjandi vegi. Landverðir í Hólaskjóli hafa orðið varir við brennisteinslykt á svæðinu og Veðurstofan varar við megnun sem getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði segir gervitunglamyndir sýna að upptök hlaupsins séu líklega í eystri katlinum. Almannavarnir ráðleggja fólki eindregið að halda sig fjarri farvegi Skaftár og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Hámark á næstu tveimur sólarhringum Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir að rennslið á efstu mælistöðinni, við Sveinstind, mælist 600 rúmmetrar á sekúndu sem teljist ekki sem stórt hlaup. Hins vegar hafi rennslisaukning mælst síðdegis og útlit fyrir að meira sé í katlinum, hvor sem það nú er. Sá eystri eða sá vestari, sem Þorsteinn telur líklegri í þetta skiptið út frá hlaupferlinum. „Þó það sé alls ekki víst er líklegt að þetta nái hámarki innan tveggja sólarhringa,“ segir Þorsteinn. Þjóðvegurinn öruggur í bili Aðspurður um flóðahættu segir Þorsteinn að bændur verði fyrir óþægindum af hlaupinu. Hlaupið sé það lítið að ekki sé talin hætta sé á að það flæði yfir þjóðveginn. „Ef þetta reynist vera úr eystri katlinum, sem við vitum ekki enn þá, gæti hlaupið sótt verulega í sig veðrið og orðið talsvert stærra en nú er. Svo er líka sá möguleiki, ef þetta er vestari ketillinn, að hinn komi með hlaup í kjölfarið ofan í hitt,“ segir Þorsteinn. Það sé þó ekki sértaklega líklegt á þessari stundu. Leysingavatn gæti bæst við Um helgina er spáð stormi og það getur haft áhrif að sögn Þorsteins. Það er ef leysingavatn úr jöklum bætist við lónin sem eru upptök þessara hlaupa. Þetta viðbótarvatn getur komið af stað heilu hlaupi. „Við ættum að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað slíkt gæti orðið en ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast,“ segir Þorsteinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Veður Almannavarnir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02
Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38