Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 19:01 Svandís Svavarsdóttir leggur til að veiðigjöld verði hækkuð, því mótmælir Heiðrún Lind Marteinsdóttir talsmaður SFS. Örvar Marteinsson talsmaður smærri sjávarútvegsfyrirtækja er ósáttur í heild við tillögur ráðherrans. Vísir Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar. Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar.
Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira