Fótbolti

Gylfi verður leikmaður Lyngby á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur á fótboltavöllinn með Lyngby.
Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur á fótboltavöllinn með Lyngby. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson gengst undir læknisskoðun hjá Lyngby á morgun og skrifar í kjölfarið undir eins árs samning við félagið. 

BT í Danmörku greinir frá því að gengið verði frá félagaskiptum Gylfa til Lyngby á morgun. Fyrir helgi var greint frá því að Gylfi hefði náð munnlegu samkomulagi við Lyngby.

Hjá Lyngby hittir Gylfi fyrir fjóra Íslendinga; þjálfarann Frey Alexandersson og leikmennina Sævar Atla Magnússon, Andra Lucas Guðjohnsen og Kolbein Finnsson.

Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úr­vals­deildar­fé­lagið E­ver­ton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fót­bolta­leik síðan í maí 2021 en hann var hand­tekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi. 

Í apríl síðast­liðnum lýsti lög­reglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunar­gögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum sak­sóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.

Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×