Liverpool blandar sér í baráttuna um Gravenberch Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 14:30 Gæti verið á leiðinni til Englands. Etsuo Hara/Getty Images Það styttist óðfluga í að félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu loki og því er hver að verða síðastur að sækja sér nýja leikmenn. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München er eftirsóttur af tveimur liðum á Englandi. Fyrir skemmstu kom það upp úr krafsinu að Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vildi fá skoska miðjumanninn Scott McTominay í sínar raðir en sá spilar með Manchester United. Þar sem Rauðu djöflarnir eru heldur þunnskipaðir á miðsvæðinu var talið líklegast að Bayern myndi lána Man United leikmann til að geta fengið hinn 26 ára gamla McTominay á láni. Var Gravenberch þá nefndur til sögunnar en hann og Erik ten Hag, þjálfari Man United, unnu saman hjá Ajax þar sem hann er uppalinn. Ten Hag hefur verið einkar duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir persónulega til Manchester. Nú hefur hins vegar Sky Sports greint frá því að erkifjendur Man United í Liverpool hafi líka áhuga á að fá hinn 21 árs gamla Gravenberch í sínar raðir. Sá á ekki upp á pallborðið hjá Tuchel og virðist sem hann verði lánaður frá Bayern aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Feeling is that Liverpool could push for Ryan #Gravenberch in the next days! #LFC Bayern is waiting for concrete offers as he s the No. 4 in central midfield under Thomas Tuchel. Gravenberch wants to play regularly and is unhappy with his situation. The player has not pic.twitter.com/U3WKml2fVD— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 28, 2023 Lærisveinar Jürgen Klopp þarfnast frekari styrkingar á miðsvæðið eftir að hafa misst Fabinho, Jordan Henderson, Naby Keïta og James Milner í sumar. Klopp heufr fest kaup á Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Wataru Endo en vill fleiri möguleika á miðsvæðið, þar passar Gravenberch vel inn í. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Fyrir skemmstu kom það upp úr krafsinu að Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vildi fá skoska miðjumanninn Scott McTominay í sínar raðir en sá spilar með Manchester United. Þar sem Rauðu djöflarnir eru heldur þunnskipaðir á miðsvæðinu var talið líklegast að Bayern myndi lána Man United leikmann til að geta fengið hinn 26 ára gamla McTominay á láni. Var Gravenberch þá nefndur til sögunnar en hann og Erik ten Hag, þjálfari Man United, unnu saman hjá Ajax þar sem hann er uppalinn. Ten Hag hefur verið einkar duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir persónulega til Manchester. Nú hefur hins vegar Sky Sports greint frá því að erkifjendur Man United í Liverpool hafi líka áhuga á að fá hinn 21 árs gamla Gravenberch í sínar raðir. Sá á ekki upp á pallborðið hjá Tuchel og virðist sem hann verði lánaður frá Bayern aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Feeling is that Liverpool could push for Ryan #Gravenberch in the next days! #LFC Bayern is waiting for concrete offers as he s the No. 4 in central midfield under Thomas Tuchel. Gravenberch wants to play regularly and is unhappy with his situation. The player has not pic.twitter.com/U3WKml2fVD— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 28, 2023 Lærisveinar Jürgen Klopp þarfnast frekari styrkingar á miðsvæðið eftir að hafa misst Fabinho, Jordan Henderson, Naby Keïta og James Milner í sumar. Klopp heufr fest kaup á Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Wataru Endo en vill fleiri möguleika á miðsvæðið, þar passar Gravenberch vel inn í.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira