Liverpool blandar sér í baráttuna um Gravenberch Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 14:30 Gæti verið á leiðinni til Englands. Etsuo Hara/Getty Images Það styttist óðfluga í að félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu loki og því er hver að verða síðastur að sækja sér nýja leikmenn. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München er eftirsóttur af tveimur liðum á Englandi. Fyrir skemmstu kom það upp úr krafsinu að Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vildi fá skoska miðjumanninn Scott McTominay í sínar raðir en sá spilar með Manchester United. Þar sem Rauðu djöflarnir eru heldur þunnskipaðir á miðsvæðinu var talið líklegast að Bayern myndi lána Man United leikmann til að geta fengið hinn 26 ára gamla McTominay á láni. Var Gravenberch þá nefndur til sögunnar en hann og Erik ten Hag, þjálfari Man United, unnu saman hjá Ajax þar sem hann er uppalinn. Ten Hag hefur verið einkar duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir persónulega til Manchester. Nú hefur hins vegar Sky Sports greint frá því að erkifjendur Man United í Liverpool hafi líka áhuga á að fá hinn 21 árs gamla Gravenberch í sínar raðir. Sá á ekki upp á pallborðið hjá Tuchel og virðist sem hann verði lánaður frá Bayern aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Feeling is that Liverpool could push for Ryan #Gravenberch in the next days! #LFC Bayern is waiting for concrete offers as he s the No. 4 in central midfield under Thomas Tuchel. Gravenberch wants to play regularly and is unhappy with his situation. The player has not pic.twitter.com/U3WKml2fVD— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 28, 2023 Lærisveinar Jürgen Klopp þarfnast frekari styrkingar á miðsvæðið eftir að hafa misst Fabinho, Jordan Henderson, Naby Keïta og James Milner í sumar. Klopp heufr fest kaup á Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Wataru Endo en vill fleiri möguleika á miðsvæðið, þar passar Gravenberch vel inn í. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Fyrir skemmstu kom það upp úr krafsinu að Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vildi fá skoska miðjumanninn Scott McTominay í sínar raðir en sá spilar með Manchester United. Þar sem Rauðu djöflarnir eru heldur þunnskipaðir á miðsvæðinu var talið líklegast að Bayern myndi lána Man United leikmann til að geta fengið hinn 26 ára gamla McTominay á láni. Var Gravenberch þá nefndur til sögunnar en hann og Erik ten Hag, þjálfari Man United, unnu saman hjá Ajax þar sem hann er uppalinn. Ten Hag hefur verið einkar duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir persónulega til Manchester. Nú hefur hins vegar Sky Sports greint frá því að erkifjendur Man United í Liverpool hafi líka áhuga á að fá hinn 21 árs gamla Gravenberch í sínar raðir. Sá á ekki upp á pallborðið hjá Tuchel og virðist sem hann verði lánaður frá Bayern aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Feeling is that Liverpool could push for Ryan #Gravenberch in the next days! #LFC Bayern is waiting for concrete offers as he s the No. 4 in central midfield under Thomas Tuchel. Gravenberch wants to play regularly and is unhappy with his situation. The player has not pic.twitter.com/U3WKml2fVD— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 28, 2023 Lærisveinar Jürgen Klopp þarfnast frekari styrkingar á miðsvæðið eftir að hafa misst Fabinho, Jordan Henderson, Naby Keïta og James Milner í sumar. Klopp heufr fest kaup á Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Wataru Endo en vill fleiri möguleika á miðsvæðið, þar passar Gravenberch vel inn í.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira