Nauðgunarmál Finns ekki fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2023 15:23 Hæstiréttur Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti. Málið sem dómurinn varðar átti sér stað í nóvember 2019. Finnur var ákærður fyrir að nauðga konu, hrinda henni á rúm og halda henni fastri, halda fyrir vit hennar svo hún ætti erfitt með andardrátt og slá, bíta og klípa hana mörgum sinnum um allan líkamann. Auk þess fyrir að hafa stungið nokkrum fingrum inn í leggöng hennar án samþykkis. Fram hefur komið að Finnur hafi ekki verið yfirheyrður fyrr en sjö mánuðum eftir atvikið og hálfu ári eftir að kæra var lögð fram. Það þótti þó ekki hafa spillt vörnum hans að mati Landsréttar. Finnur og konan höfðu kynnst á skemmtistað og fóru heim til hans saman, en að sögn hennar breyttist þá hann í fasi og beitti hana umræddu ofbeldi. Hann vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði það geta haft fordæmisgildi um afturköllun samþykkis í nauðgunarmálum, og hélt því fram að ekki hefði reynt á túlkun þess fyrir Hæstarétti með þessum hætti. Jafnframt taldi hann verknaðarlýsinguna í ákærunni ekki nægilega skýra og tók hann fram að samþykki brotaþola hafi legið fyrir við upphaf kynferðismaka þeirra. Hæstiréttur féllst ekki á það og veitti Finni ekki áfrýjunarleyfi. Dómurinn sagði málið ekki hafa verulega almenna þýðingu né þætti verulega mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Málið sem dómurinn varðar átti sér stað í nóvember 2019. Finnur var ákærður fyrir að nauðga konu, hrinda henni á rúm og halda henni fastri, halda fyrir vit hennar svo hún ætti erfitt með andardrátt og slá, bíta og klípa hana mörgum sinnum um allan líkamann. Auk þess fyrir að hafa stungið nokkrum fingrum inn í leggöng hennar án samþykkis. Fram hefur komið að Finnur hafi ekki verið yfirheyrður fyrr en sjö mánuðum eftir atvikið og hálfu ári eftir að kæra var lögð fram. Það þótti þó ekki hafa spillt vörnum hans að mati Landsréttar. Finnur og konan höfðu kynnst á skemmtistað og fóru heim til hans saman, en að sögn hennar breyttist þá hann í fasi og beitti hana umræddu ofbeldi. Hann vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði það geta haft fordæmisgildi um afturköllun samþykkis í nauðgunarmálum, og hélt því fram að ekki hefði reynt á túlkun þess fyrir Hæstarétti með þessum hætti. Jafnframt taldi hann verknaðarlýsinguna í ákærunni ekki nægilega skýra og tók hann fram að samþykki brotaþola hafi legið fyrir við upphaf kynferðismaka þeirra. Hæstiréttur féllst ekki á það og veitti Finni ekki áfrýjunarleyfi. Dómurinn sagði málið ekki hafa verulega almenna þýðingu né þætti verulega mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira