Léleg afkoma í landbúnaði leiði til hærra verðs í haust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2023 15:48 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Búist er við að verð á landbúnaðarvörum hækki enn meira í haust. Meginástæðan er léleg afkoma í landbúnaði en stýrivaxtahækkun bætir gráu ofan á svart. Við verðsamanburð Ríkisútvarpsins í gær kom í ljós að frá því verðlangskönnun ASÍ var gerð haustið 2021 hafa ýmsar landbúnaðarvörur hækkað gífurlega í verði. Sem dæmi hefur kílóverð á frosnu lambalæri hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum en staðið í stað í sumar. Þá hefur kílóið á íslenskum kartöflum hækkað um 84 prósent frá 2021 og um tæp ellefu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Bónus telur ljóst að landbúnaðarvöruverð muni hækka í kjölfar verðhækkunar til bænda í haust. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt valda verðhækkunum. „Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Allir kostnaðarliðir hafi hækkað og ekki síður laun. „Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“ Tekin var ákvörðun á alþingi í júní að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ákvörðunin var mikið gagnrýnd, bæði innan þings sem utan, og segir framkvæmdastjóri Bónus að með því hafi möguleiki landsmanna á að versla ódýran kjúkling verið tekinn af. Nú sitji neytendur uppi með dýrustu kjúklingabringur í heimi. Gunnar segir að lausnin á háu verði landbúnaðarafurða sé ekki innfluttningur búvöru. „Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði etta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ segir Gunnar. Landbúnaður Neytendur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36 60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Við verðsamanburð Ríkisútvarpsins í gær kom í ljós að frá því verðlangskönnun ASÍ var gerð haustið 2021 hafa ýmsar landbúnaðarvörur hækkað gífurlega í verði. Sem dæmi hefur kílóverð á frosnu lambalæri hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum en staðið í stað í sumar. Þá hefur kílóið á íslenskum kartöflum hækkað um 84 prósent frá 2021 og um tæp ellefu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Bónus telur ljóst að landbúnaðarvöruverð muni hækka í kjölfar verðhækkunar til bænda í haust. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt valda verðhækkunum. „Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Allir kostnaðarliðir hafi hækkað og ekki síður laun. „Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“ Tekin var ákvörðun á alþingi í júní að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ákvörðunin var mikið gagnrýnd, bæði innan þings sem utan, og segir framkvæmdastjóri Bónus að með því hafi möguleiki landsmanna á að versla ódýran kjúkling verið tekinn af. Nú sitji neytendur uppi með dýrustu kjúklingabringur í heimi. Gunnar segir að lausnin á háu verði landbúnaðarafurða sé ekki innfluttningur búvöru. „Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði etta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ segir Gunnar.
Landbúnaður Neytendur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36 60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36
60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23