Bestu mörkin: Sofandi Stjörnukonur vöknuðu loksins eftir Verslunarmannahelgi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 14:30 Stjarnan hefur vaknað til lífsins seinni hluta sumars. Vísir/Anton Brink Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Stjörnunni var spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, en liðið var langt frá því að standa undir væntingum framan af sumri. Þrátt fyrir það hafnaði Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðið safnaði 29 stigum, 13 stigum minna en topplið Vals, og á enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur horfa þó líklega frekar á baráttuna um annað sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Breiðablik í öðru sætinu og ef gengi þessara tveggja liða verður eins í úrslitakeppninni og það hefur verið undanfarna vikur nær Stjarnan að lauma sér upp fyrir Breiðablik í töflunni. Stjarnan vann aðeins fimm leiki í fyrstu 14 umferðum tímabilsins og um tíma var ekki víst hvort liðið myndi ná að vinna sér inn sæti í efri hlutanum. Liðið hefur hins vegar unnið síðustu þrjá leiki og er taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Síðasta tap Stjörnunnar í deildinni kom gegn Þrótti þann 8. júlí síðastliðinn. „Þær voru ekki sjálfum sér líkar framan af móti og það vantaði mikið upp á hjá þeim,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um Stjörnuna í þætti gærkvöldsins. „Það er aðeins að breytast núna og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á heildina þá eru búnir að vera leikmenn í þessu liði sem eru búnir að vera góðir á þessu móti,“ bætti Bára við. Klippa: Bestu mörkin - Stjarnan Stjörnukonur koma því líklega fullar sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina þar sem liðið tekur á móti nýliðum FH í fyrsta leik næstkomandi föstudag. Næst tekur Stjarnan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals áður en liðið sækir Breiðablik heim í líklega mikilvægasta leik tímabilsins fyrir bæði lið þann 17. september. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Þrátt fyrir það hafnaði Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðið safnaði 29 stigum, 13 stigum minna en topplið Vals, og á enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur horfa þó líklega frekar á baráttuna um annað sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Breiðablik í öðru sætinu og ef gengi þessara tveggja liða verður eins í úrslitakeppninni og það hefur verið undanfarna vikur nær Stjarnan að lauma sér upp fyrir Breiðablik í töflunni. Stjarnan vann aðeins fimm leiki í fyrstu 14 umferðum tímabilsins og um tíma var ekki víst hvort liðið myndi ná að vinna sér inn sæti í efri hlutanum. Liðið hefur hins vegar unnið síðustu þrjá leiki og er taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Síðasta tap Stjörnunnar í deildinni kom gegn Þrótti þann 8. júlí síðastliðinn. „Þær voru ekki sjálfum sér líkar framan af móti og það vantaði mikið upp á hjá þeim,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um Stjörnuna í þætti gærkvöldsins. „Það er aðeins að breytast núna og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á heildina þá eru búnir að vera leikmenn í þessu liði sem eru búnir að vera góðir á þessu móti,“ bætti Bára við. Klippa: Bestu mörkin - Stjarnan Stjörnukonur koma því líklega fullar sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina þar sem liðið tekur á móti nýliðum FH í fyrsta leik næstkomandi föstudag. Næst tekur Stjarnan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals áður en liðið sækir Breiðablik heim í líklega mikilvægasta leik tímabilsins fyrir bæði lið þann 17. september.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu