Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. „Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“ Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
„Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti