Höskuldur markahæstur í allri Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 23:01 Höskuldur var í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni í Sportpakka kvöldsins. Vísir/Steingrímur Næsta vor má gera ráð fyrir því að menn á borð við Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe eða Harry Kane verði markahæstu menn í Evrópukeppnunum. Nú heitir sá markhæsti Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika. Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira
Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira