Allar spænsku landsliðskonurnar ætla ekki að spila aftur fyrr en Luis Rubiales segir af sér Siggeir Ævarsson skrifar 26. ágúst 2023 09:59 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Leikmenn heimsmeistara Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær segja að þær muni ekki spila fleiri leiki fyrir landsliðið fyrr en Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins, segir af sér. Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleikinn þegar Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso óumbeðinn og án samþykkis. Síðan þá hafa fleiri hneykslismál komið fram í sviðsljósið en Rubiales hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað og að hafa nýtt peninga knattspyrnusambandsins á vafasaman máta. Fyrrum samstarfskona hans, Tamara Ramos Cruz, segir að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Spænska knattspyrnusambandið virtist ætla að sópa málinu undir teppið en liðið fór á HM í skugga deilna leikmanna og þjálfarans Jorge Vilda. Margir af reyndustu leikmönnum Spánar gáfu ekki kost á sér en Rubiales stóð með þjálfaranum í þessu máli. Hegðun hans í fagnaðarlátunum hefur einnig vakið athygli en hann greip um brjóst samstarfskonu sinnar í fagnaðarlátunum. Rubiales sagðist upphaflega ætla að segja af sér en skipti svo snarlega um skoðun og gerði lítið úr kossinum alræmda. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir.“ Spjótin standa nú að Rubiales úr öllum áttum. Leikmenn liðsins eru farnir í verkfall, FIFA hefur hafið rannsókn á hegðun hans, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu hans óásættanlega og þá hefur Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar hans. Allir 23 leikmenn Spánar sem tóku þátt í HM skrifuðu undir yfirlýsinguna og alls er 81 leikmaður sem hefur gefið það út að þeir muni ekki spila fyrir landsliðið. Rubiales situr þó enn sem fastast í sínu sæti sem forseti. BREAKING: The Spain women's football squad say in a joint statement they will not play any matches until Spanish FA president Luis Rubiales has resigned pic.twitter.com/Yp7jKdqf6I— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 25, 2023 Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleikinn þegar Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso óumbeðinn og án samþykkis. Síðan þá hafa fleiri hneykslismál komið fram í sviðsljósið en Rubiales hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað og að hafa nýtt peninga knattspyrnusambandsins á vafasaman máta. Fyrrum samstarfskona hans, Tamara Ramos Cruz, segir að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Spænska knattspyrnusambandið virtist ætla að sópa málinu undir teppið en liðið fór á HM í skugga deilna leikmanna og þjálfarans Jorge Vilda. Margir af reyndustu leikmönnum Spánar gáfu ekki kost á sér en Rubiales stóð með þjálfaranum í þessu máli. Hegðun hans í fagnaðarlátunum hefur einnig vakið athygli en hann greip um brjóst samstarfskonu sinnar í fagnaðarlátunum. Rubiales sagðist upphaflega ætla að segja af sér en skipti svo snarlega um skoðun og gerði lítið úr kossinum alræmda. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir.“ Spjótin standa nú að Rubiales úr öllum áttum. Leikmenn liðsins eru farnir í verkfall, FIFA hefur hafið rannsókn á hegðun hans, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu hans óásættanlega og þá hefur Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar hans. Allir 23 leikmenn Spánar sem tóku þátt í HM skrifuðu undir yfirlýsinguna og alls er 81 leikmaður sem hefur gefið það út að þeir muni ekki spila fyrir landsliðið. Rubiales situr þó enn sem fastast í sínu sæti sem forseti. BREAKING: The Spain women's football squad say in a joint statement they will not play any matches until Spanish FA president Luis Rubiales has resigned pic.twitter.com/Yp7jKdqf6I— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 25, 2023
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti