„Þau eyðilögðu mig og brutu mig“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. ágúst 2023 22:31 Fares segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi en hann er tvítugur í dag og kom hingað 14 ára gamall. Vísir/Steingrímur Dúi Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi. Enn ríkir óvissa um stöðu fólks sem misst hefur rétt á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en félagsmálaráðherra boðaði í vikunni í lausn samráði með sveitarfélögin. Enn er þó unnið að henni. Alls eru á Íslandi 202 einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun. 150 eru á undanþágu og enn í þjónustu en 52 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu hennar. Fares er einn þeirra, en hún tekur, í hans tilfelli, gildi eftir helgi. Hann vill segja sína sögu en ekki sýna andlit sitt af ótta við afleiðingar þess, hér og í Túnis. Vill ekki snúa aftur í fátæktina í Túnis Frá því að Fares kom hefur hann þrisvar fengið synjun hjá Útlendingastofnun af ólíkum ástæðum. Á sama tíma gekk hann í grunnskóla og framhaldsskóla, og gekk vel að eigin sögn. Hann kom til Íslands til að finna betra líf fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Fares kom hingað með föður sínum. Hann er eðlisfræðiprófessor sem safnar flöskum á daginn svo hann geti sent peninga til fjölskyldu þeirra á Túnis. Fares segir pabba sinn líklega á leið þangað aftur, en hann sjálfur fari frekar á götuna hér en aftur þangað í fátækt. „Ég byrjaði í grunnskóla eftir að ég kom og eignaðist marga vini. Ég fór svo í framhaldsskóla og lærði hjúkrabraut þar,“ segir hann en það gerði hann í Fjölbraut í Ármúla. Hann hætti svo fyrir tveimur árum og segir að hann hafi ekki getað einbeitt sér að náminu vegna þunglyndis og leiða. „Mér finnst lífið mitt hér“ Fares segist ekki skilja af hverju hann megi ekki vera á Íslandi. „Ég tala íslensku og þrjú önnur tungumál: arabísku, frönsku og ensku. Útlendingastofnun vill ekki gott fólk eins og mig og ég skil það ekki,“ segir Fares. Í Túnis á hann móður, systur og bróður sem hann hefur ekki séð í allan þennan tíma. Hann segir mömmu sína ekki vinna og að þau gætu ekki lifað af nema vegna peninganna sem pabbi hans sendir. Lífið sé erfitt og að stundum fái þau ekkert að borða. „Ég man ekki hvernig systir mín lítur út. Hún er sex ára. Það bíður mín ekkert í Túnis. þar. Ég ólst upp á Íslandi og á vini hér og félagslíf. Hvað bíður mín þar. Ég þekki engan og það er engin framtíð fyrir mig í Túnis. Mér finnst lífið mitt hér,“ segir hann og að ef hann færi aftur myndi hann safna pening og fara svo með bát til Ítalíu og reyna þar upp á nýtt. Útlendingastofnun hafi eyðilegt geðheilsuna Fares og pabbi hans bíða þess nú að þrjátíu dögum þeirra í úrræði ríkislögreglustjóra ljúki eftir að þeir fengu endanlega synjun. Spurður af hverju hann vilji ekki þiggja 460 þúsund krónurnar sem fólk fær við brottför og flugmiðann segir hann það ekki gera mikið fyrir sig. „Ég get ekki farið eftir að hafa verið hér í fimm ár. Það meikar ekki sense. Lífið mitt er hér og ég tala tungumálið mjög vel. Hvað á ég að gera við 400 og eitthvað þúsund. Það myndi ekki hjálpa. Ég get ekki byggt mér nýja framtíð með því,“ segir hann. Fares segir Útlendingastofnun og biðina hafa haft mikil áhrif á hann. „Hvernig gátu þau látið barn sem var bara fjórtán ára bíða svona lengi. Ég hætti í skóla út af depression. Ég reyndi að fara aftur í skóla en gat það ekki. Geðheilsa mín er svo slæm. Ég er svo þreyttur, andlega. Þau eyðilögðu mig og brutu mig. Ég hef alveg fengið nóg. Fólk á mínum aldri er að lifa lífinu og vinna. Ég hef bara verið að hugsa um Útlendingastofnun í fimm ár,“ segir hann. „Ég veit ekki hver framtíð mín er en mig langar bara í venjulegt líf og að geta ferðast og gert það sem aðrir gera.“ Innflytjendamál Túnis Hælisleitendur Tengdar fréttir Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Enn ríkir óvissa um stöðu fólks sem misst hefur rétt á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en félagsmálaráðherra boðaði í vikunni í lausn samráði með sveitarfélögin. Enn er þó unnið að henni. Alls eru á Íslandi 202 einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun. 150 eru á undanþágu og enn í þjónustu en 52 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu hennar. Fares er einn þeirra, en hún tekur, í hans tilfelli, gildi eftir helgi. Hann vill segja sína sögu en ekki sýna andlit sitt af ótta við afleiðingar þess, hér og í Túnis. Vill ekki snúa aftur í fátæktina í Túnis Frá því að Fares kom hefur hann þrisvar fengið synjun hjá Útlendingastofnun af ólíkum ástæðum. Á sama tíma gekk hann í grunnskóla og framhaldsskóla, og gekk vel að eigin sögn. Hann kom til Íslands til að finna betra líf fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Fares kom hingað með föður sínum. Hann er eðlisfræðiprófessor sem safnar flöskum á daginn svo hann geti sent peninga til fjölskyldu þeirra á Túnis. Fares segir pabba sinn líklega á leið þangað aftur, en hann sjálfur fari frekar á götuna hér en aftur þangað í fátækt. „Ég byrjaði í grunnskóla eftir að ég kom og eignaðist marga vini. Ég fór svo í framhaldsskóla og lærði hjúkrabraut þar,“ segir hann en það gerði hann í Fjölbraut í Ármúla. Hann hætti svo fyrir tveimur árum og segir að hann hafi ekki getað einbeitt sér að náminu vegna þunglyndis og leiða. „Mér finnst lífið mitt hér“ Fares segist ekki skilja af hverju hann megi ekki vera á Íslandi. „Ég tala íslensku og þrjú önnur tungumál: arabísku, frönsku og ensku. Útlendingastofnun vill ekki gott fólk eins og mig og ég skil það ekki,“ segir Fares. Í Túnis á hann móður, systur og bróður sem hann hefur ekki séð í allan þennan tíma. Hann segir mömmu sína ekki vinna og að þau gætu ekki lifað af nema vegna peninganna sem pabbi hans sendir. Lífið sé erfitt og að stundum fái þau ekkert að borða. „Ég man ekki hvernig systir mín lítur út. Hún er sex ára. Það bíður mín ekkert í Túnis. þar. Ég ólst upp á Íslandi og á vini hér og félagslíf. Hvað bíður mín þar. Ég þekki engan og það er engin framtíð fyrir mig í Túnis. Mér finnst lífið mitt hér,“ segir hann og að ef hann færi aftur myndi hann safna pening og fara svo með bát til Ítalíu og reyna þar upp á nýtt. Útlendingastofnun hafi eyðilegt geðheilsuna Fares og pabbi hans bíða þess nú að þrjátíu dögum þeirra í úrræði ríkislögreglustjóra ljúki eftir að þeir fengu endanlega synjun. Spurður af hverju hann vilji ekki þiggja 460 þúsund krónurnar sem fólk fær við brottför og flugmiðann segir hann það ekki gera mikið fyrir sig. „Ég get ekki farið eftir að hafa verið hér í fimm ár. Það meikar ekki sense. Lífið mitt er hér og ég tala tungumálið mjög vel. Hvað á ég að gera við 400 og eitthvað þúsund. Það myndi ekki hjálpa. Ég get ekki byggt mér nýja framtíð með því,“ segir hann. Fares segir Útlendingastofnun og biðina hafa haft mikil áhrif á hann. „Hvernig gátu þau látið barn sem var bara fjórtán ára bíða svona lengi. Ég hætti í skóla út af depression. Ég reyndi að fara aftur í skóla en gat það ekki. Geðheilsa mín er svo slæm. Ég er svo þreyttur, andlega. Þau eyðilögðu mig og brutu mig. Ég hef alveg fengið nóg. Fólk á mínum aldri er að lifa lífinu og vinna. Ég hef bara verið að hugsa um Útlendingastofnun í fimm ár,“ segir hann. „Ég veit ekki hver framtíð mín er en mig langar bara í venjulegt líf og að geta ferðast og gert það sem aðrir gera.“
Innflytjendamál Túnis Hælisleitendur Tengdar fréttir Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00
Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01