Höldum þeim heima Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 15:31 Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun