Höldum þeim heima Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 15:31 Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun