„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. ágúst 2023 16:20 „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir um Reit 13. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér. Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér.
Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira