Góð úrslit muni fyrst og fremst nást með baráttu Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 10:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks á von á krefjandi leik þegar liðið mætir Struga í Norður-Makedóníu í dag í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Um er að ræða fyrri leikinn í einvígi liðanna. Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023 Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira