Góð úrslit muni fyrst og fremst nást með baráttu Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 10:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks á von á krefjandi leik þegar liðið mætir Struga í Norður-Makedóníu í dag í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Um er að ræða fyrri leikinn í einvígi liðanna. Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023 Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira