Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2023 23:31 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta. Tíu dóu þegar einkaþota Prigozhin féll til jarðar yfir Tver-héraði í Rússlandi en verið var að fljúga henni frá Moskvu til Pétursborgar. Því hefur verið haldið fram að hún hafi verið skotin niður en einnig er talið að sprengja gæti hafa sprungið um borð. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum málum. Alls voru tíu um borð í flugvélinni. Þrír voru í áhöfn hennar en einnig voru nokkrir af leiðtogum Wagner. Sjá einnig: Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Spjótin hafa strax beinst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eins og frægt er gerði Prigozhin skammlífa uppreisn gegn forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar og sagði hann þá að Rússland þyrfti nýjan forseta, eftir að Pútín lýsti yfir stuðningi við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og kallaði Prigozhin svikara. Skömmu áður en málaliðar hans náðu til Moskvu virðist sem Prigozhin hafi hætt við og gerði hann samkomulag við Pútín, með milligöngu Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Samkvæmt þessu samkomulagi átti öryggi Prigzhin að vera tryggt. Telja Pútín hafa banað auðjöfrinum Joe Biden var spurður út í dauða Prigozhin í kvöld en hann sagðist ekki vita hvað hefði gerst. Hann tók þó fram að dauði auðjöfursins kæmi sér ekki á óvart. Þá sagði Biden að fátt gerðist í Rússlandi sem Pútín stæði ekki að en sagðist ekki vita með vissu að forsetinn rússneski hefði látið bana Prigozhin. US President Joe Biden says he doesn't know what happened regarding the plane crash and possible death of Wagner Group leader Yevgeny Prigozhin in Russia, but he 'is not surprised'.Live updates here: https://t.co/nn6MjYdB2J pic.twitter.com/9XGxKODmh3— Sky News (@SkyNews) August 23, 2023 William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), sagði á ráðstefnu í síðasta mánuði að Pútín væri maður sem teldi hefndina besta þegar hún væri borin fram köld, samkvæmt frétt Reuters. „Ef ég væri Prigozhin, myndi ég ekki reka smakkarann minn,“ sagði Burns. Daniel Hoffman, fyrrverandi yfirmaður CIA í Moskvu, sagði við blaðamann Reuters að hann væri handviss um að Pútín hefði látið ráða Prigozhin af dögum. „Þú vilt að þínir menn viti að þú sért grimmur og vægðarlaus og að hver sá sem svíkur Pútín muni greiða fyrir það,“ sagði Hoffman. Annar sérfræðingur um málefni Rússlands sagðist telja að dauði Prigozhin sýndi fram á deilur á hæstu stigum rússnesks samfélags. „Ef Vladimír Pútín er svona valdamikill, af hverju handtók hann ekki Prigozhin?“ spurði Pavel Luzin, sem starfar hjá hugveitunni European Policy Analysis. Féll úr tuttugu þúsund feta hæð Starfsmenn Flightradar24 fóru yfir þau gögn sem þeir áttu um einkaþotuna en á þeim má sjá að henni var flogið í um 28 þúsund feta hæð. Á einhverjum tímapunkti hækkaði hún flugið í rúm þrjátíu þúsund fet og hæðin lækkuð aftur niður í 27.500 fet. Þá var flugvélinni aftur flogið upp í rúmlega 29 þúsund feta hæð en svo virðist sem flughæðin hafi lækkað hægt og rólega í kjölfarið í um hálftíma. Þá hrapaði flugvélin til jarðar, úr um tuttugu þúsund feta hæð. We have processed the raw data received from RA-02795, which crashed this afternoon near Tver, Russia. The aircraft did not send position data, but sent other data to provide a picture of how it fell from the sky. https://t.co/Yt1PreVrn5 pic.twitter.com/lW6bD8jgPw— Flightradar24 (@flightradar24) August 23, 2023 Eldflaug eða sprengja? Hafi flugvélin verið skotin niður bendir það með óyggjandi hætti á Pútín eða Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Sprengja um borð í flugvélinni stækkar hóp mögulegra sökudólga umtalsvert en útilokar ekki aðkomu Pútíns. Í grein rússneska miðilsins Meduza segir að á einu myndbandi af flugvélinni falla til jarðar megi sjá flugslóð sem gæti verið eftir eldflaug úr loftvarnarkerfi. Þá er vísað til þess að á einu myndbandi segist fólk hafa heyrt tvær sprengingar áður efn flugvélin féll til jarðar og er bent á að að jafnaði sé tveimur eldflaugum skotið á flugvélar, til að hámarka líkurnar á því að granda þeim. Þá sýni myndböndin einnig ummerki þess að sprengjubrot, eins og finna má í eldflaugum loftvarnarkerfa, hafi hæft flugvélina. Myndböndin séu þó í of lélegum gæðum til að hægt sé að staðfesta það. Stél flugvélarinnar, sem féll ekki til jarðar með búk hennar, sýnir engin ummerki sprengjubrota. Þá segir í grein miðilsins að einnig megi finna vísbendingar um að sprengja hafi sprungið um borð í flugvélinni. Fá loftvarnarkerfi geti skotið niður í flugvélar í um 28 þúsund feta hæð, sem samsvarar rúmum 8,5 kílómetrum. Í minnsta lagi þurfi meðaldrægt loftvarnarkerfi eins og Buk, sem aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu fengu frá Rússum og notuðu til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu árið 2014. Sjá einnig: Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Í grein Meduza segir að eldflaugar úr Buk eða öflugri loftvarnarkerfum myndu líklega valda mun meiri skemmdum á flugvélinni en hún virðist hafa orðið fyrir á þeim myndböndum sem birst hafa á netinu. Joe Biden Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Tíu dóu þegar einkaþota Prigozhin féll til jarðar yfir Tver-héraði í Rússlandi en verið var að fljúga henni frá Moskvu til Pétursborgar. Því hefur verið haldið fram að hún hafi verið skotin niður en einnig er talið að sprengja gæti hafa sprungið um borð. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum málum. Alls voru tíu um borð í flugvélinni. Þrír voru í áhöfn hennar en einnig voru nokkrir af leiðtogum Wagner. Sjá einnig: Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Spjótin hafa strax beinst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eins og frægt er gerði Prigozhin skammlífa uppreisn gegn forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar og sagði hann þá að Rússland þyrfti nýjan forseta, eftir að Pútín lýsti yfir stuðningi við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og kallaði Prigozhin svikara. Skömmu áður en málaliðar hans náðu til Moskvu virðist sem Prigozhin hafi hætt við og gerði hann samkomulag við Pútín, með milligöngu Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Samkvæmt þessu samkomulagi átti öryggi Prigzhin að vera tryggt. Telja Pútín hafa banað auðjöfrinum Joe Biden var spurður út í dauða Prigozhin í kvöld en hann sagðist ekki vita hvað hefði gerst. Hann tók þó fram að dauði auðjöfursins kæmi sér ekki á óvart. Þá sagði Biden að fátt gerðist í Rússlandi sem Pútín stæði ekki að en sagðist ekki vita með vissu að forsetinn rússneski hefði látið bana Prigozhin. US President Joe Biden says he doesn't know what happened regarding the plane crash and possible death of Wagner Group leader Yevgeny Prigozhin in Russia, but he 'is not surprised'.Live updates here: https://t.co/nn6MjYdB2J pic.twitter.com/9XGxKODmh3— Sky News (@SkyNews) August 23, 2023 William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), sagði á ráðstefnu í síðasta mánuði að Pútín væri maður sem teldi hefndina besta þegar hún væri borin fram köld, samkvæmt frétt Reuters. „Ef ég væri Prigozhin, myndi ég ekki reka smakkarann minn,“ sagði Burns. Daniel Hoffman, fyrrverandi yfirmaður CIA í Moskvu, sagði við blaðamann Reuters að hann væri handviss um að Pútín hefði látið ráða Prigozhin af dögum. „Þú vilt að þínir menn viti að þú sért grimmur og vægðarlaus og að hver sá sem svíkur Pútín muni greiða fyrir það,“ sagði Hoffman. Annar sérfræðingur um málefni Rússlands sagðist telja að dauði Prigozhin sýndi fram á deilur á hæstu stigum rússnesks samfélags. „Ef Vladimír Pútín er svona valdamikill, af hverju handtók hann ekki Prigozhin?“ spurði Pavel Luzin, sem starfar hjá hugveitunni European Policy Analysis. Féll úr tuttugu þúsund feta hæð Starfsmenn Flightradar24 fóru yfir þau gögn sem þeir áttu um einkaþotuna en á þeim má sjá að henni var flogið í um 28 þúsund feta hæð. Á einhverjum tímapunkti hækkaði hún flugið í rúm þrjátíu þúsund fet og hæðin lækkuð aftur niður í 27.500 fet. Þá var flugvélinni aftur flogið upp í rúmlega 29 þúsund feta hæð en svo virðist sem flughæðin hafi lækkað hægt og rólega í kjölfarið í um hálftíma. Þá hrapaði flugvélin til jarðar, úr um tuttugu þúsund feta hæð. We have processed the raw data received from RA-02795, which crashed this afternoon near Tver, Russia. The aircraft did not send position data, but sent other data to provide a picture of how it fell from the sky. https://t.co/Yt1PreVrn5 pic.twitter.com/lW6bD8jgPw— Flightradar24 (@flightradar24) August 23, 2023 Eldflaug eða sprengja? Hafi flugvélin verið skotin niður bendir það með óyggjandi hætti á Pútín eða Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Sprengja um borð í flugvélinni stækkar hóp mögulegra sökudólga umtalsvert en útilokar ekki aðkomu Pútíns. Í grein rússneska miðilsins Meduza segir að á einu myndbandi af flugvélinni falla til jarðar megi sjá flugslóð sem gæti verið eftir eldflaug úr loftvarnarkerfi. Þá er vísað til þess að á einu myndbandi segist fólk hafa heyrt tvær sprengingar áður efn flugvélin féll til jarðar og er bent á að að jafnaði sé tveimur eldflaugum skotið á flugvélar, til að hámarka líkurnar á því að granda þeim. Þá sýni myndböndin einnig ummerki þess að sprengjubrot, eins og finna má í eldflaugum loftvarnarkerfa, hafi hæft flugvélina. Myndböndin séu þó í of lélegum gæðum til að hægt sé að staðfesta það. Stél flugvélarinnar, sem féll ekki til jarðar með búk hennar, sýnir engin ummerki sprengjubrota. Þá segir í grein miðilsins að einnig megi finna vísbendingar um að sprengja hafi sprungið um borð í flugvélinni. Fá loftvarnarkerfi geti skotið niður í flugvélar í um 28 þúsund feta hæð, sem samsvarar rúmum 8,5 kílómetrum. Í minnsta lagi þurfi meðaldrægt loftvarnarkerfi eins og Buk, sem aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu fengu frá Rússum og notuðu til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu árið 2014. Sjá einnig: Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Í grein Meduza segir að eldflaugar úr Buk eða öflugri loftvarnarkerfum myndu líklega valda mun meiri skemmdum á flugvélinni en hún virðist hafa orðið fyrir á þeim myndböndum sem birst hafa á netinu.
Joe Biden Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37
Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52