Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 12:01 Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. en samkvæmt nýrri skýrslu matvælaráðherra er fyrirtækið það eina hér á landi sem veiðir stórhveli. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna að hvalveiðar sói fjármunum allra þeirra sem að koma og tímabært að hæta þeim alfarið. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni. Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni.
Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira