Kaldavatnslaust í Fossvogi: Lögn fór í sundur vegna framkvæmda Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2023 10:03 Mikið vatn flæðir úr lögninni. Vísir/Vilhelm Þrýstingur á kaldavatnskerfi Veitna lækkaði mikið þegar lögn fór í sundur við Hafnarfjarðarveg við Landspítalann um klukkan 09:30. Kaldavatnslaust er á stóru svæði í Fossvogi. Kristinn Andri Þrastarson, sérfræðingur hjá Veitum, segir í samtali við Vísi að búið sé að staðsetja lekann og nú sé unnið að því að komast að lögninni sem fór í sundur. Hann segir ljóst að atvikið tengist vegaframkvæmdum á svæðinu. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu til þess að mynda umferðarteppu vegna framkvæmdanna.Vísir/Vilhelm Þessi mynd er tekin um það bil tveimur mínútum á eftir þeirri hér að ofan.Vísir/Vilhelm Hann segir að kalda vatnið sé farið af stóru svæði vegna þrýstingsleysi. Þegar unnt verður að skrúfa fyrir lögnina muni verða alveg kaldavatnslaust á afmörkuðu svæði en þrýstingur hækki annars staðar. Þá segir Kristinn Andri að erfitt sé að segja til um það að svo stöddu hversu mikill vatnslekinn er en að hann sé talsverður. „Þetta er samt ekki Hvassaleitisleki eða Háskólaleki.“ Vara við slysahættu Í tilkynningu á vef Veitna er varað við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. „Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus,“ segir í tilkynningu. Þá biðjast Veitur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hér að neðan má sjá myndskeið af lekanum: Klippa: Lögn í sundur vegna framkvæmda Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Kristinn Andri Þrastarson, sérfræðingur hjá Veitum, segir í samtali við Vísi að búið sé að staðsetja lekann og nú sé unnið að því að komast að lögninni sem fór í sundur. Hann segir ljóst að atvikið tengist vegaframkvæmdum á svæðinu. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu til þess að mynda umferðarteppu vegna framkvæmdanna.Vísir/Vilhelm Þessi mynd er tekin um það bil tveimur mínútum á eftir þeirri hér að ofan.Vísir/Vilhelm Hann segir að kalda vatnið sé farið af stóru svæði vegna þrýstingsleysi. Þegar unnt verður að skrúfa fyrir lögnina muni verða alveg kaldavatnslaust á afmörkuðu svæði en þrýstingur hækki annars staðar. Þá segir Kristinn Andri að erfitt sé að segja til um það að svo stöddu hversu mikill vatnslekinn er en að hann sé talsverður. „Þetta er samt ekki Hvassaleitisleki eða Háskólaleki.“ Vara við slysahættu Í tilkynningu á vef Veitna er varað við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. „Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus,“ segir í tilkynningu. Þá biðjast Veitur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hér að neðan má sjá myndskeið af lekanum: Klippa: Lögn í sundur vegna framkvæmda Fréttin hefur verið uppfærð.
Vatn Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira