„Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 13:32 Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. Þær vita að við erum hinsegin fjölskylda og að regnbogafáninn er okkar tákn. Í kjölfar frétta um hatursglæpi á hinsegin dögum hafa ótalmargar athugasemdir birst sem réttlæta skemmdarverk á regnbogafánum með því að fólk sé nú hreinlega komið með nóg af öllum þessum sýnileika hinsegin fólks, öllum þessum fánum. Mig langar þess vegna að segja frá því hvers vegna þessi sýnilegi stuðningur skiptir máli. Þegar ég kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð, árið 2008, fannst mér allt mögulegt. Heimurinn var á réttri leið, hvert þjóðríkið á fætur öðru leyfði samkynja hjónabönd og trans fólk steig í auknum mæli fram opinberlega. Fordómar fyrir fólki eins og mér voru á undanhaldi, það var algjörlega skýrt. Þegar ég gerðist fyrst sjálfboðaliði hjá Samtökunum ‘78 nokkrum árum síðar, snerist þátttaka mín raunar fyrst og fremst um að gefa til baka, að þakka fyrir mig. Ég hélt að baráttunni væri lokið. Það stingur svolítið núna að hugsa til þessara ára og gera mér grein fyrir því hversu mikil forréttindi það voru að koma út úr skápnum í andrúmslofti vonar. Andrúmsloftið hefur nefnilega breyst, þótt það taki kannski ekki allir eftir því. Fólk sem ekki fylgist sérstaklega með veit til dæmis ekki að í sumar voru ítalskar mæður sem ekki gengu sjálfar með börn sín sviptar lagalegum tengslum við þau. Fólk veit kannski ekki að hinsegin fólk og fjölskyldur flýja nú ákveðin ríki Bandaríkjanna vegna hryllilegrar löggjafar gegn trans fólki og að opinber andúð á trans fólki hefur almennt aukist í veldisvexti í löndunum í kringum okkur. Það tekur kannski ekki eftir því að vinnustaðurinn minn - Samtökin ‘78 - situr nú undir hótunum, stöðugri hatursorðræðu og lygum. Fólk jafnvel man ekki eftir því að mennirnir sem voru handteknir fyrir að skipuleggja hryðjuverk í fyrra veltu því fyrir sér hvernig best væri að myrða sem flest fólk í Gleðigöngunni. Það veit ekki hvaða áhrif hryðjuverkin í Osló í fyrra höfðu á hinsegin fólk á Íslandi og veit líklega almennt ekki hvaða áhrif hatursglæpir og hatursorðræða hafa á hópana sem verða fyrir þeim. Fólk er kannski ekki meðvitað um að mörg okkar upplifðu í fyrsta skipti ótta í Gleðigöngunni. Hatursglæpir búa til óþægilega óvissu um það hvort við séum örugg í okkar daglega lífi. Andrúmsloft undirliggjandi ótta tekur við af andrúmslofti vonar. Sýnileiki regnbogafánans er mikilvægt andsvar við þessu ástandi. Hann er stuðningsyfirlýsing íslensks samfélags við frelsi hinsegin fólks. Tilfinningin sem fylgir því að sjá regnbogafána blakta við hún fyrir utan hverja bygginguna á fætur annarri í byrjun ágúst er ólýsanleg. Það er eins og hjartað hitni örlítið og takist á loft inni í brjóstinu. Við sem erum hinsegin finnum fyrir því að við fáum kannski að tilheyra, sleppum andanum sem við vissum ekki að við héldum niðri. Við öðlumst smá aukið hugrekki, smá aukna trú á að allt verði í lagi. Sýnilegur stuðningur skiptir máli, hann færir okkur von og minnir okkur á það hversu langt við höfum þó náð. „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Dætur mínar eru ennþá nægilega litlar til þess að verða ekki varar við opinbera umræðu og fréttir af hatursglæpum. En það á enginn að þurfa að útskýra fyrir barninu sínu að sumt fólk sé nú bara komið með svo yfirgengilega nóg af fólki eins og okkur að það finni hjá sér þörf til þess að eyðileggja fánann okkar. Það er ekki skiljanlegt og ekki á nokkurn hátt eðlilegt viðbragð við frelsi annars fólks. Regnbogafáninn táknar frelsi til að upplifa hamingju, burtséð frá því hvernig maður elskar, hvern maður elskar eða hver maður er. Fyrir mína fjölskyldu og margar aðrar er hann mikilvægt tákn þess að við séum örugg. Það er eitthvað sem er þess virði að standa vörð um. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. Þær vita að við erum hinsegin fjölskylda og að regnbogafáninn er okkar tákn. Í kjölfar frétta um hatursglæpi á hinsegin dögum hafa ótalmargar athugasemdir birst sem réttlæta skemmdarverk á regnbogafánum með því að fólk sé nú hreinlega komið með nóg af öllum þessum sýnileika hinsegin fólks, öllum þessum fánum. Mig langar þess vegna að segja frá því hvers vegna þessi sýnilegi stuðningur skiptir máli. Þegar ég kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð, árið 2008, fannst mér allt mögulegt. Heimurinn var á réttri leið, hvert þjóðríkið á fætur öðru leyfði samkynja hjónabönd og trans fólk steig í auknum mæli fram opinberlega. Fordómar fyrir fólki eins og mér voru á undanhaldi, það var algjörlega skýrt. Þegar ég gerðist fyrst sjálfboðaliði hjá Samtökunum ‘78 nokkrum árum síðar, snerist þátttaka mín raunar fyrst og fremst um að gefa til baka, að þakka fyrir mig. Ég hélt að baráttunni væri lokið. Það stingur svolítið núna að hugsa til þessara ára og gera mér grein fyrir því hversu mikil forréttindi það voru að koma út úr skápnum í andrúmslofti vonar. Andrúmsloftið hefur nefnilega breyst, þótt það taki kannski ekki allir eftir því. Fólk sem ekki fylgist sérstaklega með veit til dæmis ekki að í sumar voru ítalskar mæður sem ekki gengu sjálfar með börn sín sviptar lagalegum tengslum við þau. Fólk veit kannski ekki að hinsegin fólk og fjölskyldur flýja nú ákveðin ríki Bandaríkjanna vegna hryllilegrar löggjafar gegn trans fólki og að opinber andúð á trans fólki hefur almennt aukist í veldisvexti í löndunum í kringum okkur. Það tekur kannski ekki eftir því að vinnustaðurinn minn - Samtökin ‘78 - situr nú undir hótunum, stöðugri hatursorðræðu og lygum. Fólk jafnvel man ekki eftir því að mennirnir sem voru handteknir fyrir að skipuleggja hryðjuverk í fyrra veltu því fyrir sér hvernig best væri að myrða sem flest fólk í Gleðigöngunni. Það veit ekki hvaða áhrif hryðjuverkin í Osló í fyrra höfðu á hinsegin fólk á Íslandi og veit líklega almennt ekki hvaða áhrif hatursglæpir og hatursorðræða hafa á hópana sem verða fyrir þeim. Fólk er kannski ekki meðvitað um að mörg okkar upplifðu í fyrsta skipti ótta í Gleðigöngunni. Hatursglæpir búa til óþægilega óvissu um það hvort við séum örugg í okkar daglega lífi. Andrúmsloft undirliggjandi ótta tekur við af andrúmslofti vonar. Sýnileiki regnbogafánans er mikilvægt andsvar við þessu ástandi. Hann er stuðningsyfirlýsing íslensks samfélags við frelsi hinsegin fólks. Tilfinningin sem fylgir því að sjá regnbogafána blakta við hún fyrir utan hverja bygginguna á fætur annarri í byrjun ágúst er ólýsanleg. Það er eins og hjartað hitni örlítið og takist á loft inni í brjóstinu. Við sem erum hinsegin finnum fyrir því að við fáum kannski að tilheyra, sleppum andanum sem við vissum ekki að við héldum niðri. Við öðlumst smá aukið hugrekki, smá aukna trú á að allt verði í lagi. Sýnilegur stuðningur skiptir máli, hann færir okkur von og minnir okkur á það hversu langt við höfum þó náð. „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Dætur mínar eru ennþá nægilega litlar til þess að verða ekki varar við opinbera umræðu og fréttir af hatursglæpum. En það á enginn að þurfa að útskýra fyrir barninu sínu að sumt fólk sé nú bara komið með svo yfirgengilega nóg af fólki eins og okkur að það finni hjá sér þörf til þess að eyðileggja fánann okkar. Það er ekki skiljanlegt og ekki á nokkurn hátt eðlilegt viðbragð við frelsi annars fólks. Regnbogafáninn táknar frelsi til að upplifa hamingju, burtséð frá því hvernig maður elskar, hvern maður elskar eða hver maður er. Fyrir mína fjölskyldu og margar aðrar er hann mikilvægt tákn þess að við séum örugg. Það er eitthvað sem er þess virði að standa vörð um. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun