Willum Þór á skotskónum á meðan Albert og félagar voru kjöldregnir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 20:56 Willum Þór skoraði í öruggum sigri. Vísir/Getty Willum Þór Willumsson skoraði eitt marka Go Ahead Eagles þegar liðið vann 4-1 sigur í 2. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Kristian Nökkvi Hlynsson kom í fyrsta skipti við sögu hjá aðalliði Ajax. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa máttu þola 1-4 tap á heimavelli í endurkomu sinni í Serie A. Willum Þór var á sínum stað í byrjunarliði GA Eagles þegar liðið tók á móti FC Volendam. Skoraði hann þriðja mark liðsins á 40. mínútu og sá til þess að Ernirnir voru með þriggja marka forystu í hálfleik. Bobby Adekanye gerði leikinn spennandi með því að láta reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks og Ernirnir því manni færri allan síðari hálfleikinn. Það tókst gestunum ekki að nýta sér betur en svo að þeir skoruðu eitt mark en þar sem heimamenn gerðu það einnig þá lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Ernirnir töpuðu fyrsta leik tímabilsins og sigur kvöldsins því kærkominn. Stórlið Ajax tókst aðeins að gera 2-2 jafntefli við Excelsior. Kristian Nökkvi kom inn af bekknum á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar staðan var þegar orðin 2-2. Ajax nú með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Kristian Hlynsson made his debut for Ajax in Eredivise. Huge talent Top player pic.twitter.com/oykIZYiQ5Z— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 19, 2023 Á Ítalíu sneri Genoa aftur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildina. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem átti aldrei möguleika gegn Fiorentina. Gestirnir voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins ellefu mínútur og voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Ef það var ekki nóg þá bættu þeir við fjórða markinu áður en Genoa minnkaði muninn, lokatölur 1-4. Önnur úrslit á Ítalíu voru þau að meistarar Napoli unnu 3-1 útisigur á Frosinone. Victor Osimhen með tvennu í liði Napoli. Þá vann Inter 2-0 sigur á Monza þökk sé tvennu frá Lautaro Martínez. Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Willum Þór var á sínum stað í byrjunarliði GA Eagles þegar liðið tók á móti FC Volendam. Skoraði hann þriðja mark liðsins á 40. mínútu og sá til þess að Ernirnir voru með þriggja marka forystu í hálfleik. Bobby Adekanye gerði leikinn spennandi með því að láta reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks og Ernirnir því manni færri allan síðari hálfleikinn. Það tókst gestunum ekki að nýta sér betur en svo að þeir skoruðu eitt mark en þar sem heimamenn gerðu það einnig þá lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Ernirnir töpuðu fyrsta leik tímabilsins og sigur kvöldsins því kærkominn. Stórlið Ajax tókst aðeins að gera 2-2 jafntefli við Excelsior. Kristian Nökkvi kom inn af bekknum á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar staðan var þegar orðin 2-2. Ajax nú með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Kristian Hlynsson made his debut for Ajax in Eredivise. Huge talent Top player pic.twitter.com/oykIZYiQ5Z— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 19, 2023 Á Ítalíu sneri Genoa aftur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildina. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem átti aldrei möguleika gegn Fiorentina. Gestirnir voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins ellefu mínútur og voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Ef það var ekki nóg þá bættu þeir við fjórða markinu áður en Genoa minnkaði muninn, lokatölur 1-4. Önnur úrslit á Ítalíu voru þau að meistarar Napoli unnu 3-1 útisigur á Frosinone. Victor Osimhen með tvennu í liði Napoli. Þá vann Inter 2-0 sigur á Monza þökk sé tvennu frá Lautaro Martínez.
Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira