Borgarbúar hætti að taka myndir af sorphirðumönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 22:01 Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Vísir/Einar Fjöldi ástæðna skýra það að ruslatunnur hafa víða orðið yfirfullar síðustu vikur. Skrifstofustjóri hjá borginni segir það óþægilegt fyrir sorphirðumenn þegar borgarbúar taka myndir af þeim og myndbönd við störf sín. Ruslageymslur Reykvíkinga hafa margar hverjar orðið yfirfullar síðustu vikur. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í allt að sex vikur eftir heimsókn frá sorphirðumönnum. Bið þessi varð til vegna fjölda vandamála að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Megin ástæðan mun vera sú að tafir voru á afhendingu nýrra sorpbíla sem eru tvískiptir, líkt og tunnurnar sem teknar voru í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í vor og í sumar. „Við létum breyta nokkrum bílum því við áttum von á því að það gæti tafist eitthvað, þó ekki í þrígang. Þeir eru reyndar orðnir það laskaðir og gamlir að þeir eiga það til að bila og það er það sem við lentum í,“ segir Guðmundur. „Svo þegar við erum komin eftir á og róðurinn orðinn þungur erum við að detta inn í helsta orlofstímabil starfsmanna þó við sáum það fyrir og reyndum að fyrirbyggja það þá hægði það enn frekar á okkur.“ Mikilvægt að flokka rétt Einhverjir hafa lent í því að sorphirðumenn hafa mætt en ekki tæmt endurvinnslutunnur við heimili þeirra. Getur það verið vegna þess að ekki hefur verið flokkað rétt í tunnuna. Þá er ekki hægt að tæma úr þeim tunnum í sorpbíl fyrir almennt sorp þar sem vökulir borgarar eru oft tilbúnir með símann þegar sorphirðumennirnir fara á stjá. „Auðvitað vilja þeir ekkert vera í sviðsljósinu stanslaust í sinni vinnu. Þeir eru að reyna að gera sitt allra besta til að vinna upp ástandið með lengri vinnudögum og vinnu um helgar. Við þurfum að gefa þeim frið til þess,“ segir Guðmundur. Reykjavík Sorphirða Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Ruslageymslur Reykvíkinga hafa margar hverjar orðið yfirfullar síðustu vikur. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í allt að sex vikur eftir heimsókn frá sorphirðumönnum. Bið þessi varð til vegna fjölda vandamála að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Megin ástæðan mun vera sú að tafir voru á afhendingu nýrra sorpbíla sem eru tvískiptir, líkt og tunnurnar sem teknar voru í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í vor og í sumar. „Við létum breyta nokkrum bílum því við áttum von á því að það gæti tafist eitthvað, þó ekki í þrígang. Þeir eru reyndar orðnir það laskaðir og gamlir að þeir eiga það til að bila og það er það sem við lentum í,“ segir Guðmundur. „Svo þegar við erum komin eftir á og róðurinn orðinn þungur erum við að detta inn í helsta orlofstímabil starfsmanna þó við sáum það fyrir og reyndum að fyrirbyggja það þá hægði það enn frekar á okkur.“ Mikilvægt að flokka rétt Einhverjir hafa lent í því að sorphirðumenn hafa mætt en ekki tæmt endurvinnslutunnur við heimili þeirra. Getur það verið vegna þess að ekki hefur verið flokkað rétt í tunnuna. Þá er ekki hægt að tæma úr þeim tunnum í sorpbíl fyrir almennt sorp þar sem vökulir borgarar eru oft tilbúnir með símann þegar sorphirðumennirnir fara á stjá. „Auðvitað vilja þeir ekkert vera í sviðsljósinu stanslaust í sinni vinnu. Þeir eru að reyna að gera sitt allra besta til að vinna upp ástandið með lengri vinnudögum og vinnu um helgar. Við þurfum að gefa þeim frið til þess,“ segir Guðmundur.
Reykjavík Sorphirða Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira