Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 15:59 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Við Bubbi erum hins vegar ekki sammála um orsakir þessarar hnignunar íslenskunnar og ástæður þess að enskan er nú alltumlykjandi og af sumum notuð til jafns eða meira en íslenska. Bubbi segir höfuðborgina vera þakta skiltum á ensku og að ALLIR veitingastaðir séu með ensku sem fyrsta mál og að það tali ENGINN íslensku á þessum stöðum. Hann segir ferðaiðnaðinn (sem heitir reyndar ferðaþjónusta) þurfa að taka sig saman í andlitinu, þar sem hún sé í hernaði gegn tungumálinu með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Einfaldlega rangt Þetta er allt saman einfaldlega rangt. Vissulega eru skilti á ensku á Laugaveginum og auðvitað er fólk að störfum í ferðaþjónustu um landið allt, sem kann ekki íslensku. Eflaust eru einhverjir veitingastaðir með ensku sem fyrsta mál, en langflestir eru með matseðla sína á íslensku og ensku. Það er síðan mikill misskilningur að hér séu gróðasjónarmið á ferðinni, enda eru flestir þeir sem reka ferðaþjónustu fullkomlega meðvitaðir um það að íslensk tunga er hluti af menningu Íslands og þeirri upplifun, sem flestir ferðamenn eru að sækjast eftir. Eflaust getur ferðaþjónustan gert betur, enda hefur undirrituð og fleiri undanfarið skorað á ferðaþjónustufyrirtæki að hafa íslenskuna ávallt í öndvegi og alltaf sem fyrsta mál. Hins vegar þurfa ferðaþjónustufyrirtæki að eiga samskipti við sína viðskiptavini og það er einfaldlega staðreynd sem við þurfum að viðurkenna, að þau samskipti geta nær eingöngu átt sér stað á öðrum tungumálum. Það sem vel er gert Við þurfum líka að viðurkenna og taka þá staðreynd í sátt að á háannatíma ferðaþjónustu þurfum við að fá til liðs við okkur erlent starfsfólk til að aðstoða okkur við að skapa verðmæti, sem allir landsmenn njóta góðs af. Starfsfólk sem hingað kemur til að vinna í stuttan tíma mun fæst ná tökum á íslensku. Við höfum þó lagt áherslu á það að þetta fólk læri þó grunnorðaforða í þeirri starfsgrein, sem það starfar í og hefur það víða gengið ágætlega. Í íslenskri ferðaþjónustu starfar líka stór hópur innflytjenda, sem eru komnir til að vera og margir þeirra tala ágætis íslensku. Það er minna talað um það, en það sem miður fer. Vandinn liggur dýpra Ég hafna því því algjörlega að mesta hættan sem steðjar að íslenskunni séu skilti á ensku sums staðar og að það komi fyrir að Íslendingar neyðist til að tala ensku á veitingastöðum eða hótelum - þó ég vildi vissulega að það þyrfti ekki að koma fyrir. Vandinn á sér miklu dýpri rætur, sem hafa lítið með ferðaþjónustu eða atvinnulífið almennt að gera. Formaður félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, bendir á það í viðtali í Morgunblaðinu í dag, að það þurfi að fara í átak við að kenna erlendum börnum íslensku allt frá leikskólastigi og að íslenskumælandi börn eigi það til að tala ensku hvert við annað. Varla er það vegna auglýsingaskilta í miðborginni. Jón Pétur Zimsen, sem er með langa reynslu af skólastarfi, segir í viðtali í sama blaði í dag, að íslenska sé mikilvægasta fagið í skólanum. Hann segir jafnframt að hnignun hafi átt sér stað, þegar kemur að tungumálinu, enda séu ensk áhrif af snjalltækjunum, sem börn og unglingar nota jú óhóflega, mjög mikil. Hann vill beintengja það að vera góður í íslensku við peninga. Að hans mati hefur sá sem hefur gott vald á málinu og getur tjáð sig auðveldlega mun öðlast fleiri tækifæri í lífinu og þar af leiðandi auka líkur á meiri lífsgæðum. Þarna er ég honum hjartanlega sammála og kannski er þetta mantran, sem við þurfum að vinna með í samfélaginu okkar. Öll sem eitt Ég er sammála Bubba Morthens um að íslenskan sé límið sem bindur okkur öll saman og að við þurfum að spyrna gegn áhrifum enskunnar á málið okkar. En við skulum gera það með því að vinna saman – öll sem eitt – og benda kurteislega á það sem miður fer frekar en að ásaka meðborgara okkar og ráðast að rótum vandans, þar sem við erum líklegust til að ná árangri. Rætur vandans liggja ekki í auglýsingaskiltum á ensku eða því að þurfa stundum að panta kaffibolla á ensku í miðborg Reykjavíkur eða á Húsavík. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslensk tunga Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Við Bubbi erum hins vegar ekki sammála um orsakir þessarar hnignunar íslenskunnar og ástæður þess að enskan er nú alltumlykjandi og af sumum notuð til jafns eða meira en íslenska. Bubbi segir höfuðborgina vera þakta skiltum á ensku og að ALLIR veitingastaðir séu með ensku sem fyrsta mál og að það tali ENGINN íslensku á þessum stöðum. Hann segir ferðaiðnaðinn (sem heitir reyndar ferðaþjónusta) þurfa að taka sig saman í andlitinu, þar sem hún sé í hernaði gegn tungumálinu með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Einfaldlega rangt Þetta er allt saman einfaldlega rangt. Vissulega eru skilti á ensku á Laugaveginum og auðvitað er fólk að störfum í ferðaþjónustu um landið allt, sem kann ekki íslensku. Eflaust eru einhverjir veitingastaðir með ensku sem fyrsta mál, en langflestir eru með matseðla sína á íslensku og ensku. Það er síðan mikill misskilningur að hér séu gróðasjónarmið á ferðinni, enda eru flestir þeir sem reka ferðaþjónustu fullkomlega meðvitaðir um það að íslensk tunga er hluti af menningu Íslands og þeirri upplifun, sem flestir ferðamenn eru að sækjast eftir. Eflaust getur ferðaþjónustan gert betur, enda hefur undirrituð og fleiri undanfarið skorað á ferðaþjónustufyrirtæki að hafa íslenskuna ávallt í öndvegi og alltaf sem fyrsta mál. Hins vegar þurfa ferðaþjónustufyrirtæki að eiga samskipti við sína viðskiptavini og það er einfaldlega staðreynd sem við þurfum að viðurkenna, að þau samskipti geta nær eingöngu átt sér stað á öðrum tungumálum. Það sem vel er gert Við þurfum líka að viðurkenna og taka þá staðreynd í sátt að á háannatíma ferðaþjónustu þurfum við að fá til liðs við okkur erlent starfsfólk til að aðstoða okkur við að skapa verðmæti, sem allir landsmenn njóta góðs af. Starfsfólk sem hingað kemur til að vinna í stuttan tíma mun fæst ná tökum á íslensku. Við höfum þó lagt áherslu á það að þetta fólk læri þó grunnorðaforða í þeirri starfsgrein, sem það starfar í og hefur það víða gengið ágætlega. Í íslenskri ferðaþjónustu starfar líka stór hópur innflytjenda, sem eru komnir til að vera og margir þeirra tala ágætis íslensku. Það er minna talað um það, en það sem miður fer. Vandinn liggur dýpra Ég hafna því því algjörlega að mesta hættan sem steðjar að íslenskunni séu skilti á ensku sums staðar og að það komi fyrir að Íslendingar neyðist til að tala ensku á veitingastöðum eða hótelum - þó ég vildi vissulega að það þyrfti ekki að koma fyrir. Vandinn á sér miklu dýpri rætur, sem hafa lítið með ferðaþjónustu eða atvinnulífið almennt að gera. Formaður félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, bendir á það í viðtali í Morgunblaðinu í dag, að það þurfi að fara í átak við að kenna erlendum börnum íslensku allt frá leikskólastigi og að íslenskumælandi börn eigi það til að tala ensku hvert við annað. Varla er það vegna auglýsingaskilta í miðborginni. Jón Pétur Zimsen, sem er með langa reynslu af skólastarfi, segir í viðtali í sama blaði í dag, að íslenska sé mikilvægasta fagið í skólanum. Hann segir jafnframt að hnignun hafi átt sér stað, þegar kemur að tungumálinu, enda séu ensk áhrif af snjalltækjunum, sem börn og unglingar nota jú óhóflega, mjög mikil. Hann vill beintengja það að vera góður í íslensku við peninga. Að hans mati hefur sá sem hefur gott vald á málinu og getur tjáð sig auðveldlega mun öðlast fleiri tækifæri í lífinu og þar af leiðandi auka líkur á meiri lífsgæðum. Þarna er ég honum hjartanlega sammála og kannski er þetta mantran, sem við þurfum að vinna með í samfélaginu okkar. Öll sem eitt Ég er sammála Bubba Morthens um að íslenskan sé límið sem bindur okkur öll saman og að við þurfum að spyrna gegn áhrifum enskunnar á málið okkar. En við skulum gera það með því að vinna saman – öll sem eitt – og benda kurteislega á það sem miður fer frekar en að ásaka meðborgara okkar og ráðast að rótum vandans, þar sem við erum líklegust til að ná árangri. Rætur vandans liggja ekki í auglýsingaskiltum á ensku eða því að þurfa stundum að panta kaffibolla á ensku í miðborg Reykjavíkur eða á Húsavík. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun