Telja vatnið á Akranesi öruggt þrátt fyrir óbragð Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 15:07 Drykkjarvatn á Akranesi kemur bæði frá lóni og borholum. Óbragðið hefur greinst víða um bæinn án sjáanlegs mynsturs. Vísir/Vilhelm Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins. Tilkynningar um óbragð af vatni tóku að berast Veitum á miðvikudag. Í íbúahópi á Facebook-lýsa sumir bragðinu sem „myglubragði“. Sýni voru tekin í gær og send í ræktun en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Veitur telja því í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að vatnið sé öruggt til neyslu, að sögn Rúnar Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa Veitna. „Úr þessum sýnatökum kemur í raun það fram að þarna er ekkert hættulegt á ferðinni en engu að síður eru bragðgæðin ekki eins og við viljum hafa þau,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum. Sérfræðingar Veitna hafa leitað að uppruna óbragðsins í gær og í dag. Þeir telja sig hafa rakið hann til lóns við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls. Jón Trausti segir að sýnin hafi verið tekin beggja vegna við lýsingartæki sem baðar vatnið úr lóninu í útfjólubláuljósi sem deyðir örverur. Sjálfur smakkaði Jón Trausti vatnið og lýsir bragðinu sem moldarbragði. „Við vonumst til þess að geta verið komin með greinarbetri mynd á það áður en dagurinn er á enda,“ segir Jón Trausti um rannsóknina á lóninu. Í því skyni verða myndavélar sendar ofan í lónið til þess að greina ástandið í því í dag. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum.Aðsend Stenst öll gæðaviðmið fyrir matvæli Jón Trausti segist hafa mikinn skilning á því að fólk finnist óþægilegt að finna óbragð af drykkjarvatninu. Fyrsta sem hafi verið gert hafi verið að tryggja að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Bragðfrávikið sé þó augljóst. „Sýnin virðist standast öll þau gæðaviðmið sem við setjum varðandi matvæli því vatnið sem kemur frá okkur er vottuð matvara. Það er ekkert sem er utan þeirra viðmiða sem gilda um það hvort vatn sé neysluhæft eða ekki. En það er þetta gæðafrávik sem snýr að bragðgæðum og það viljum við gjarnan laga og erum að vinna í,“ segir hann. Vatn Heilbrigðismál Akranes Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tilkynningar um óbragð af vatni tóku að berast Veitum á miðvikudag. Í íbúahópi á Facebook-lýsa sumir bragðinu sem „myglubragði“. Sýni voru tekin í gær og send í ræktun en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Veitur telja því í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að vatnið sé öruggt til neyslu, að sögn Rúnar Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa Veitna. „Úr þessum sýnatökum kemur í raun það fram að þarna er ekkert hættulegt á ferðinni en engu að síður eru bragðgæðin ekki eins og við viljum hafa þau,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum. Sérfræðingar Veitna hafa leitað að uppruna óbragðsins í gær og í dag. Þeir telja sig hafa rakið hann til lóns við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls. Jón Trausti segir að sýnin hafi verið tekin beggja vegna við lýsingartæki sem baðar vatnið úr lóninu í útfjólubláuljósi sem deyðir örverur. Sjálfur smakkaði Jón Trausti vatnið og lýsir bragðinu sem moldarbragði. „Við vonumst til þess að geta verið komin með greinarbetri mynd á það áður en dagurinn er á enda,“ segir Jón Trausti um rannsóknina á lóninu. Í því skyni verða myndavélar sendar ofan í lónið til þess að greina ástandið í því í dag. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum.Aðsend Stenst öll gæðaviðmið fyrir matvæli Jón Trausti segist hafa mikinn skilning á því að fólk finnist óþægilegt að finna óbragð af drykkjarvatninu. Fyrsta sem hafi verið gert hafi verið að tryggja að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Bragðfrávikið sé þó augljóst. „Sýnin virðist standast öll þau gæðaviðmið sem við setjum varðandi matvæli því vatnið sem kemur frá okkur er vottuð matvara. Það er ekkert sem er utan þeirra viðmiða sem gilda um það hvort vatn sé neysluhæft eða ekki. En það er þetta gæðafrávik sem snýr að bragðgæðum og það viljum við gjarnan laga og erum að vinna í,“ segir hann.
Vatn Heilbrigðismál Akranes Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira