Segir að fórnarkostnaður Vatnsfjarðarvirkjunar sé falinn í umræðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 09:22 Tómas Guðbjartsson með fossa friðlandsins í Vatnsfirði í bakgrunni. Magnús Karl Magnússon Tómas Guðbjartsson, læknir og umhverfisverndarsinni, segir að mikilfenglegir fossar og árgljúfur Vatnsdalsár séu aldrei sýnd í fjölmiðlaumræðu um Vatnsfjarðarvirkjun. Ekki sé rétt að lítið rask yrði á umhverfinu ef kæmi til virkjunar heldur myndu helstu gimsteinar friðlandsins hverfa. Tómas fjallar um Vatnsfjarðarvirkjun og fórnarkostnaðinn sem hlýst af henni í skoðanagrein sem hann birti á Vísi í morgun. Þar segir hann að undanfarið hafi möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem „telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða“. Ýmsir framámenn hafi tekið undir áformin en án þess að ræða fórnarkostnaðinn, friðuðum náttúruperlum svæðisins. Máli sínu til stuðnings lætur Tómas myndir af fossum og öðrum perlum svæðisins fylgja með. Þessi fossatvenna gleður augað og er einn af helstu gullmolum friðlandsins. Það að flestir þessara fossa séu nafnlausir dregur ekkert úr verndunargildi þeirra, enda bíða þeir heimsfrægðar líkt og Dynjandi aðeins norðar.TG Aðrar lausnir en virkjun gullkúa Tómas segist sýna óþolinmæði Vestfirðinga, sem telja sig afskipta hvað varðar orkuöryggi, skilning í greininni. Lausnin sé þó ekki að fórna friðuðum náttúruperlum heldur bæta dreifikerfi rafmagns vestur og leggja áherslu á smærri virkjanir. Þá nefnir hann að síðustu öld og fram á þessa hafi staðið til að virkja fossinn Dynjanda, eina helstu gullkú Vestfjarða og helsta viðkomustað ferðamanna þar. Vatnsfjörður sé sömuleiðis dýrmæt náttúruperla með einstökum fossum og náttúru sem beri að láta í friði. Það hafi ekki verið að ástæðulausu að staðirnir tveir voru friðlýstir á sínum tíma. Ónefndur foss í friðlandi Vatnsfjarðar.TG Orkubú Vestfjarða farið fram úr sér Tómas segir Orkubú Vestfjarða hafa sent virkjanatillögu sína til orkumála- og umhverfisráðherra. Það verði að teljast undarlegt útspil, enda sé það hlutverk rammaáætlunar að fara með verndar- og orkunýtingaráætlun. Núna sé verið að ræða í rammaáætlun möguleika á virkjun Kjálkafjarðarár í næsta firði austan við Vatnsfjörð, og nýta þá vötn á sunnanverðu Glámuhálendinu. Orkubú Vestfjarða hafi þannig farið fram úr sér með tillögu um virkjun í Vatnsfirði. Eðlilegt hefði verið að bíða niðurstöðu næsta áfanga rammaáætlunar. Fossarnir upp af Vatnsfirði eru skreyttir afar snotrum birkiskógi, sem ekki er svo víða að finna á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf og flóru.ÓMB Þá segir Tómas það vera undarlegt hvað ljómsyndir af mikilfenglegum fossum og gljúfrum Vatnsdalsár. Hann veltir því fyrir sér hvort það sé tilviljun eða sami skollaleikur og með fossana sem stóð til að slátra við Hvalárvirkjun. Birtar séu fábrotnar myndir af umhverfinu, gjarnan í dumbungi og staðsetning stöðvarhússins í miðju friðlandsins sé þannig réttlætt. Þessi mynd hefur verið notuð í fjölmiðlum af þeim sem vilja Vatnsfjarðarvirkjun og sýnir staðsetningu virkjanahússins. Fossarnir og gljúfrin sjást ekki, og sama má segja um skóginn. Þá segir hann að í skýrslu um virkjunina sé sagt að rask á umhverfinu yrði lítið og vísað til þess að uppistöðulón yrðu lítt sjáanleg uppi á stórgrýttri heiði. Þar sé ekkert minnst á fossana sem myndu hverfa „og eru tvímælalaust helstu gimsteinar friðlandsins.“ il vinstri við þessa fossasyrpu vilja menn planta niður stöðvarhúsi Vatnsfjarðarvirkjun.TG Sögulegur og dýrmætur staður Í greininni rifjar Tómas upp merkilega sögu Vatnsfjarðar þegar Hrafna-Flóki nam þar land og Vestfirðingar héldu rúmlega tíu þúsund manna útihátíð árið 1974 til að fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Fossarnir eru af öllum stærðum og gerðum, og fjölbreytnin í fossalandslaginu einstök.TG Það sé þó ekki bara vegna sögulegrar tengingar sem Vatnsfjörður var gerður að friðlandi árið 1975 segir Tómas. Í honum sé sérlega mikil gróðursæld og fallegur birkiskógur, einn sá stærsti á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf. „Vatnsdalsvatn setur síðan skemmtilegan svip á dalinn líkt og vatnsmikil Vatnsdalsáin sem hlykkjast eftir dalnum innanverðum. Í henni er bæði lax og bleikja og innst í dalnum eru tugir af stórkostlegum fossum, hver öðrum fallegri. Að þessari fossaveislu er auðvelt að komast gangandi og upplifa fegurðina,“ segir Tómas. „Vatnsfjörður er því með réttu friðland, samtals 22.000 hektarar að stærð, og átti nýlega að verða hluti af þjóðgarði á sunnanverðum Vestfjörðum, en þau áform voru því miður blásin af, ekki síst vegna þrýstings frá Orkuveitu Vestfjarða og bæjarstjórnar Ísafjarðar,“ segir einnig. Foss sem fellur í skemmtilegum stöllum og minnir á lítinn Gullfoss. TG Gljúfur, tugir fossa og iðagrænn skógur mynda skemmtilega heild í friðlandinu. Þessu umhverfi má ekki rústa með vegum og stöðvarhúsi, né heldur þurrka upp fossana og skilja eftir tóm gljúfur. TG Innst í Vatnsdal rennur Vatnsdalsá ofan af grýttri heiði um þröng gljúfur sem í er fjöldi fossa sem minna á perluband. ÓMB Vesturbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tómas fjallar um Vatnsfjarðarvirkjun og fórnarkostnaðinn sem hlýst af henni í skoðanagrein sem hann birti á Vísi í morgun. Þar segir hann að undanfarið hafi möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem „telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða“. Ýmsir framámenn hafi tekið undir áformin en án þess að ræða fórnarkostnaðinn, friðuðum náttúruperlum svæðisins. Máli sínu til stuðnings lætur Tómas myndir af fossum og öðrum perlum svæðisins fylgja með. Þessi fossatvenna gleður augað og er einn af helstu gullmolum friðlandsins. Það að flestir þessara fossa séu nafnlausir dregur ekkert úr verndunargildi þeirra, enda bíða þeir heimsfrægðar líkt og Dynjandi aðeins norðar.TG Aðrar lausnir en virkjun gullkúa Tómas segist sýna óþolinmæði Vestfirðinga, sem telja sig afskipta hvað varðar orkuöryggi, skilning í greininni. Lausnin sé þó ekki að fórna friðuðum náttúruperlum heldur bæta dreifikerfi rafmagns vestur og leggja áherslu á smærri virkjanir. Þá nefnir hann að síðustu öld og fram á þessa hafi staðið til að virkja fossinn Dynjanda, eina helstu gullkú Vestfjarða og helsta viðkomustað ferðamanna þar. Vatnsfjörður sé sömuleiðis dýrmæt náttúruperla með einstökum fossum og náttúru sem beri að láta í friði. Það hafi ekki verið að ástæðulausu að staðirnir tveir voru friðlýstir á sínum tíma. Ónefndur foss í friðlandi Vatnsfjarðar.TG Orkubú Vestfjarða farið fram úr sér Tómas segir Orkubú Vestfjarða hafa sent virkjanatillögu sína til orkumála- og umhverfisráðherra. Það verði að teljast undarlegt útspil, enda sé það hlutverk rammaáætlunar að fara með verndar- og orkunýtingaráætlun. Núna sé verið að ræða í rammaáætlun möguleika á virkjun Kjálkafjarðarár í næsta firði austan við Vatnsfjörð, og nýta þá vötn á sunnanverðu Glámuhálendinu. Orkubú Vestfjarða hafi þannig farið fram úr sér með tillögu um virkjun í Vatnsfirði. Eðlilegt hefði verið að bíða niðurstöðu næsta áfanga rammaáætlunar. Fossarnir upp af Vatnsfirði eru skreyttir afar snotrum birkiskógi, sem ekki er svo víða að finna á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf og flóru.ÓMB Þá segir Tómas það vera undarlegt hvað ljómsyndir af mikilfenglegum fossum og gljúfrum Vatnsdalsár. Hann veltir því fyrir sér hvort það sé tilviljun eða sami skollaleikur og með fossana sem stóð til að slátra við Hvalárvirkjun. Birtar séu fábrotnar myndir af umhverfinu, gjarnan í dumbungi og staðsetning stöðvarhússins í miðju friðlandsins sé þannig réttlætt. Þessi mynd hefur verið notuð í fjölmiðlum af þeim sem vilja Vatnsfjarðarvirkjun og sýnir staðsetningu virkjanahússins. Fossarnir og gljúfrin sjást ekki, og sama má segja um skóginn. Þá segir hann að í skýrslu um virkjunina sé sagt að rask á umhverfinu yrði lítið og vísað til þess að uppistöðulón yrðu lítt sjáanleg uppi á stórgrýttri heiði. Þar sé ekkert minnst á fossana sem myndu hverfa „og eru tvímælalaust helstu gimsteinar friðlandsins.“ il vinstri við þessa fossasyrpu vilja menn planta niður stöðvarhúsi Vatnsfjarðarvirkjun.TG Sögulegur og dýrmætur staður Í greininni rifjar Tómas upp merkilega sögu Vatnsfjarðar þegar Hrafna-Flóki nam þar land og Vestfirðingar héldu rúmlega tíu þúsund manna útihátíð árið 1974 til að fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Fossarnir eru af öllum stærðum og gerðum, og fjölbreytnin í fossalandslaginu einstök.TG Það sé þó ekki bara vegna sögulegrar tengingar sem Vatnsfjörður var gerður að friðlandi árið 1975 segir Tómas. Í honum sé sérlega mikil gróðursæld og fallegur birkiskógur, einn sá stærsti á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf. „Vatnsdalsvatn setur síðan skemmtilegan svip á dalinn líkt og vatnsmikil Vatnsdalsáin sem hlykkjast eftir dalnum innanverðum. Í henni er bæði lax og bleikja og innst í dalnum eru tugir af stórkostlegum fossum, hver öðrum fallegri. Að þessari fossaveislu er auðvelt að komast gangandi og upplifa fegurðina,“ segir Tómas. „Vatnsfjörður er því með réttu friðland, samtals 22.000 hektarar að stærð, og átti nýlega að verða hluti af þjóðgarði á sunnanverðum Vestfjörðum, en þau áform voru því miður blásin af, ekki síst vegna þrýstings frá Orkuveitu Vestfjarða og bæjarstjórnar Ísafjarðar,“ segir einnig. Foss sem fellur í skemmtilegum stöllum og minnir á lítinn Gullfoss. TG Gljúfur, tugir fossa og iðagrænn skógur mynda skemmtilega heild í friðlandinu. Þessu umhverfi má ekki rústa með vegum og stöðvarhúsi, né heldur þurrka upp fossana og skilja eftir tóm gljúfur. TG Innst í Vatnsdal rennur Vatnsdalsá ofan af grýttri heiði um þröng gljúfur sem í er fjöldi fossa sem minna á perluband. ÓMB
Vesturbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira