Óli Stef hefur áhyggjur af stöðu mála: „Vona að HSÍ sé ekki að gera upp á bak“ Aron Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2023 09:00 Samsett mynd Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson hefur áhyggjur af því hvernig mál standa varðandi sýningarrétt á Olís deildum karla og kvenna í handbolta. Hann vill ekki að þessum málum „sé klúðrað með einhverju kæruleysi“ en nú, þremur vikum fyrir upphaf komandi tímabils er ekki víst hvar deildirnar munu “eiga heima.“ Óvíst er, þegar að þetta er skrifað, hvert heimili efstu deildar karla og kvenna í handboltanum hér heima verður á næsta tímabili sem hefst eftir sléttar þrjár vikur. Stöð 2 Sport hefur undanfarin tímabil gert deildinni skil með beinum útsendingum frá leikjum sem og sérstökum uppgjörsþáttum en samningar milli HSÍ og Stöðvar 2 fyrir komandi tímabil náðust ekki. Valur - Stjarnan Olís deild kvenna play off sumar 2023 „Ég vona að HSÍ sé ekki að gera upp á bak en sambandið verður að svara fyrir það. Ég hef heyrt að þeir séu ekki búnir að semja við Stöð 2 Sport. Olís deildin var á frábæru skriði, með frábæra gæja og dömur innanborðs. Það væri því mikil synd ef að það mál er eitthvað að klúðrast. Þá þarf einhver að sparka í einhvern og fá það í gang.“ Ég heyri að þetta brennur aðeins á þér. „Ég bara vil ekki að það sé verið að klúðra íslenskum handbolta í einhverju kæruleysi. Maður heyrir bara að menn séu í einhverju sumarfríi og ekkert að gerast. Olís deildin var bara orðin svo góð og falleg vara sem hafði þróast í nokkur ár. Þetta má endilega komast til skila svo einhver komi sér úr golfferðinni sinni eða hvað það nú er og fari að gera eitthvað í málunum svo það verði hægt að horfa á íslenskan handbolta og það ekki bara í einhverju lélegu streymi.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Óvíst er, þegar að þetta er skrifað, hvert heimili efstu deildar karla og kvenna í handboltanum hér heima verður á næsta tímabili sem hefst eftir sléttar þrjár vikur. Stöð 2 Sport hefur undanfarin tímabil gert deildinni skil með beinum útsendingum frá leikjum sem og sérstökum uppgjörsþáttum en samningar milli HSÍ og Stöðvar 2 fyrir komandi tímabil náðust ekki. Valur - Stjarnan Olís deild kvenna play off sumar 2023 „Ég vona að HSÍ sé ekki að gera upp á bak en sambandið verður að svara fyrir það. Ég hef heyrt að þeir séu ekki búnir að semja við Stöð 2 Sport. Olís deildin var á frábæru skriði, með frábæra gæja og dömur innanborðs. Það væri því mikil synd ef að það mál er eitthvað að klúðrast. Þá þarf einhver að sparka í einhvern og fá það í gang.“ Ég heyri að þetta brennur aðeins á þér. „Ég bara vil ekki að það sé verið að klúðra íslenskum handbolta í einhverju kæruleysi. Maður heyrir bara að menn séu í einhverju sumarfríi og ekkert að gerast. Olís deildin var bara orðin svo góð og falleg vara sem hafði þróast í nokkur ár. Þetta má endilega komast til skila svo einhver komi sér úr golfferðinni sinni eða hvað það nú er og fari að gera eitthvað í málunum svo það verði hægt að horfa á íslenskan handbolta og það ekki bara í einhverju lélegu streymi.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira