Þúsundir sígarettustubba ráku upp í fjöru: „Þetta er algjört ógeð“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. ágúst 2023 21:00 Líklega hefur stubbunum verið sturtað úr skipi. Svanbjörg Pálsdóttir Ófögur sjón blasti við Svanbjörgu Pálsdóttur og öðrum sem áttu leið sína um fjöruna skammt frá Eskifirði í dag. Þúsundir sígarettustubba lágu í fjörunni. „Þetta er algjört ógeð,“ segir Svanbjörg sem er brottfluttur Eskfirðingur í heimsókn í gamla heimabænum. Hún ákvað ásamt manni sínum að fara í fjöruferð skammt frá bænum, á fallegan stað sem henni og fjölskyldu hennar þykir mjög vænt um. Þá blasti ófögnuðurinn við. Þúsundir sígarettustubba dreifðir um fjöruna. Svanbjörg segir hræðilegt að horfa upp á þetta og þeim hafi brugðið mjög. Um eiginlegt mengunarslys sé að ræða. Þarna hafi meðal annars verið barn að leik. Líklegast sturtað úr skipi Aðspurð um hvað hún telji að hafi gerst segir hún líklegast að stubbunum hafi verið sturtað úr einhverju skipi. Hún viti þó ekki úr hvaða skipi eða hvers konar. Að minnsta kosti sé ljóst að stubbunum hafi skolað upp í fjöruna, þeir eigi ekki upprunann á landi. „Hér í firðinum sigla skip á vegum fiskeldisins og svo koma reglulega flutningaskip. Það eru ekki mörg skemmtiferðaskip sem koma til Eskifjarðar,“ segir Svanbjörg um skipaumferðina á staðnum. Hún hefur nú þegar sent erindi með ljósmyndum til sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Hún taldi rétt að bærinn vissi af þessu. Erindið var hins vegar sent eftir lokun þannig að hún var ekki enn búin að fá nein viðbrögð þegar Vísir náði af henni tali. Fjarðabyggð Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Þetta er algjört ógeð,“ segir Svanbjörg sem er brottfluttur Eskfirðingur í heimsókn í gamla heimabænum. Hún ákvað ásamt manni sínum að fara í fjöruferð skammt frá bænum, á fallegan stað sem henni og fjölskyldu hennar þykir mjög vænt um. Þá blasti ófögnuðurinn við. Þúsundir sígarettustubba dreifðir um fjöruna. Svanbjörg segir hræðilegt að horfa upp á þetta og þeim hafi brugðið mjög. Um eiginlegt mengunarslys sé að ræða. Þarna hafi meðal annars verið barn að leik. Líklegast sturtað úr skipi Aðspurð um hvað hún telji að hafi gerst segir hún líklegast að stubbunum hafi verið sturtað úr einhverju skipi. Hún viti þó ekki úr hvaða skipi eða hvers konar. Að minnsta kosti sé ljóst að stubbunum hafi skolað upp í fjöruna, þeir eigi ekki upprunann á landi. „Hér í firðinum sigla skip á vegum fiskeldisins og svo koma reglulega flutningaskip. Það eru ekki mörg skemmtiferðaskip sem koma til Eskifjarðar,“ segir Svanbjörg um skipaumferðina á staðnum. Hún hefur nú þegar sent erindi með ljósmyndum til sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Hún taldi rétt að bærinn vissi af þessu. Erindið var hins vegar sent eftir lokun þannig að hún var ekki enn búin að fá nein viðbrögð þegar Vísir náði af henni tali.
Fjarðabyggð Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira