Slógu met á Norðurlandi í júní Eiður Þór Árnason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 15. ágúst 2023 10:36 Mývatnssveit dregur að sér marga ferðamenn sem sækja Norðurland heim. Vísir/Vilhelm Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust. Nýting helst stöðug milli ára þrátt fyrir að tvö ný hótel hafi opnað á tímabilinu og herbergjum fjölgað um 71. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands, samstarfsvettvangi Norðurlands í ferðamálum og byggir á tölum frá Hagstofu Íslands. Skráðar gistinætur voru alls 54.236 talsins í júní. Skráðum gistinóttum fjölgaði um 27 prósent í maí síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra og er sagt vera til merkis um að sumarháönnin sé að lengjast á Norðurlandi. Í tilkynningu frá Markaðstofu Norðurlands kemur fram að þetta sé í samræmi við það markmið að jafna árstíðasveifluna í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Gistinætur í maí og júní 2023Infogram „Vísbendingar eru um að sumartímabilið sé einnig að teygja sig lengra inn í september og október, sé miðað við síðasta ár og góða bókunarstöðu á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Afrakstur mikillar vinnu Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes Árnason, verkefnastjóri áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, að þessi góði árangur sé afrakstur mikillar vinnu undanfarin ár auk uppbyggingar á svæðinu. „Þetta gefur okkur ákveðinn byr í vængina varðandi þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað á öllu Norðurlandi, þar sem við vitum af fjölmörgum verkefnum tengdum hótelbyggingum. Það eru ný hótel sem verið er að byggja á svæðinu, og það er svo sem engin vanþörf á því miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna,“ segir Jóhannes. Hann segir aðal áherslupunkt í öllu þeirra starfi vera að lengja tímabilið. „Einfaldlega til að fólk geti haft atvinnu af ferðaþjónustu allt árið. Og svo að hótelin standi ekki tóm utan þessa háannatíma. Svo það er ánægjulegur punktur í þessu hversu góð nýtingin er í maí, og eins er útlitið gott fyrir haustið.“ Herbergjanýting hefur almennt verið að aukast síðustu ár, ef frá eru talin farsóttarárin 2020 og 2021. Nýtingarhlutfall gistirýma á hótelum á Norðurlandi í maí og júníInfogram Skortur á hótelherbergjum hefur hamlað vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi um nokkurt skeið. Nú er unnið að stækkun Hótels Akureyrar við Hafnarstræti og stefna eigendur Skógarbaðanna í Eyjafjarðarsveit á uppbyggingu hótels við baðsvæðið. Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur áætlunarflug milli Akureyrar og London Gatwick þann 31. október næstkomandi. Binda ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi miklar vonir við að áætlunarflugið verði mikil lyftistöng fyrir vetrarferðamennsku í landshlutanum og hjálpi til við að jafna árstíðasveifluna. Áskorun að vinna þetta í sátt og samlyndi við heimafólk Varðandi áskoranir sem fylgja aukinni ásókn nefnir Jóhannes ágang ferðamanna auk þess sem heimamenn séu ekki allir sáttir við að fleiri hótel rísi, til dæmis í miðbæ Akureyrar. „Það er ákveðin áskorun að vinna þetta í sátt og samlyndi við heimafólk en ég held að sérstaklega á vinnustöðum sé fólk mjög jákvætt. Það sér að þetta hefur í för með sér vöxt og hagsæld fyrir íbúana,“ Jóhannes Árnason, verkefnastjóri áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands. Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. 25. maí 2023 11:31 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Nýting helst stöðug milli ára þrátt fyrir að tvö ný hótel hafi opnað á tímabilinu og herbergjum fjölgað um 71. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands, samstarfsvettvangi Norðurlands í ferðamálum og byggir á tölum frá Hagstofu Íslands. Skráðar gistinætur voru alls 54.236 talsins í júní. Skráðum gistinóttum fjölgaði um 27 prósent í maí síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra og er sagt vera til merkis um að sumarháönnin sé að lengjast á Norðurlandi. Í tilkynningu frá Markaðstofu Norðurlands kemur fram að þetta sé í samræmi við það markmið að jafna árstíðasveifluna í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Gistinætur í maí og júní 2023Infogram „Vísbendingar eru um að sumartímabilið sé einnig að teygja sig lengra inn í september og október, sé miðað við síðasta ár og góða bókunarstöðu á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Afrakstur mikillar vinnu Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes Árnason, verkefnastjóri áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, að þessi góði árangur sé afrakstur mikillar vinnu undanfarin ár auk uppbyggingar á svæðinu. „Þetta gefur okkur ákveðinn byr í vængina varðandi þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað á öllu Norðurlandi, þar sem við vitum af fjölmörgum verkefnum tengdum hótelbyggingum. Það eru ný hótel sem verið er að byggja á svæðinu, og það er svo sem engin vanþörf á því miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna,“ segir Jóhannes. Hann segir aðal áherslupunkt í öllu þeirra starfi vera að lengja tímabilið. „Einfaldlega til að fólk geti haft atvinnu af ferðaþjónustu allt árið. Og svo að hótelin standi ekki tóm utan þessa háannatíma. Svo það er ánægjulegur punktur í þessu hversu góð nýtingin er í maí, og eins er útlitið gott fyrir haustið.“ Herbergjanýting hefur almennt verið að aukast síðustu ár, ef frá eru talin farsóttarárin 2020 og 2021. Nýtingarhlutfall gistirýma á hótelum á Norðurlandi í maí og júníInfogram Skortur á hótelherbergjum hefur hamlað vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi um nokkurt skeið. Nú er unnið að stækkun Hótels Akureyrar við Hafnarstræti og stefna eigendur Skógarbaðanna í Eyjafjarðarsveit á uppbyggingu hótels við baðsvæðið. Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur áætlunarflug milli Akureyrar og London Gatwick þann 31. október næstkomandi. Binda ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi miklar vonir við að áætlunarflugið verði mikil lyftistöng fyrir vetrarferðamennsku í landshlutanum og hjálpi til við að jafna árstíðasveifluna. Áskorun að vinna þetta í sátt og samlyndi við heimafólk Varðandi áskoranir sem fylgja aukinni ásókn nefnir Jóhannes ágang ferðamanna auk þess sem heimamenn séu ekki allir sáttir við að fleiri hótel rísi, til dæmis í miðbæ Akureyrar. „Það er ákveðin áskorun að vinna þetta í sátt og samlyndi við heimafólk en ég held að sérstaklega á vinnustöðum sé fólk mjög jákvætt. Það sér að þetta hefur í för með sér vöxt og hagsæld fyrir íbúana,“ Jóhannes Árnason, verkefnastjóri áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands.
Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. 25. maí 2023 11:31 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. 25. maí 2023 11:31
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun