Emil leggur skóna á hilluna og gerist umboðsmaður Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 19:00 Emill á að baki einstaklega farsælan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann er nú hættur að spila en hvergi nærri hættur afskiptum af knattspyrnu. vísir/arnar Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann er aftur á móti ekki búinn að slíta sig alfarið frá boltanum og ætlar sér að gerast umboðsmaður. Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira