Enginn túlkur laus og enginn greiðsla fyrir sjálfstætt starfandi túlk! Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2023 15:30 Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun