Venjulegar vinkonur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 09:30 Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun