Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 07:18 Javier Milei er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. AP Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð. Argentína Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Argentína Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira