Yfirfullt í strætó í gær: Gáfust upp þegar fimmti vagninn keyrði fram hjá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 15:41 Metfjöldi lét sjá sig á gleðigöngunni sem haldin var í blíðskaparveðri í gær. Vilhelm/Ívar Fannar Fjöldi fólks neyddist til að snúa sér að öðrum ferðamátum en strætó eða hreinlega hætta við bæjarferðina vegna yfirfullra strætisvagna sem önnuðu ekki eftirspurn í gær. Íbúi í Hafnarfirði segist hafa snúið aftur heim með börnin sín eftir að fimmti vagninn keyrði fram hjá. Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu. Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu.
Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira