Ranglega handtekin á grundvelli gervigreindarforrits Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2023 14:31 Gervigreindarforrit eru notuð í sífellt meira mæli af lögreglunni í Bandaríkjunum til að bera kennsl á og finna fólk sem brýtur af sér og næst á mynd. Í öllum þeim tilvikum sem vitað er um, þar sem lögreglan handtók ranga manneskju, hefur verið um blökkufólk að ræða. Getty Images Rúmlega þrítug kona var handtekin fyrir að stela bíl og ógna eigandanum með byssu, eftir að gervigreindarforrit bar kennsl á konuna með hjálp mynda úr eftirlitsmyndavél. Gervigreindin gleymdi því hins vegar að konan var komin 8 mánuði á leið en ræninginn bar ekki barn undir belti. Hélt að einhver væri að gera sér grikk Porcha Woodruff hélt að það væri einhver að stríða henni þegar sex lögreglumenn í fullum skrúða bönkuðu upp á hjá henni snemma á fimmtudagsmorgni og tilkynntu henni að hún væri handtekin, grunuð um að hafa stolið bíl á bensínstöð. Porcha var í óðaönn að gefa börnunum sínum, 6 og 12 ára, morgunverð og senda þau í skóla. Var nálægt því að missa barnið Hún benti lögregluþjónunum á magann á sér og spurði hvort þeir væru ekki að grínast, hún væri komin átta mánuði á leið. Þeir héldu nú ekki, handjárnuðu hana og stungu henni inn í fangaklefa þar sem hún mátti sitja á steinbekk í 11 klukkustundir, fram að kvöldmat. Henni var sleppt gegn greiðslu 100.000 dala tryggingu, og þá var farið beint með hana á bráðamóttöku. Þar sögðu læknar að hún hefði orðið fyrir ofþornun og að það væri mesta mildi að Porcha hefði ekki misst barnið sitt. Lögreglan í Detroit hefur tekið í notkun gervigreindarforrit sem er notað til að bera kennsl á fólk sem brýtur af sér og næst á myndir eftirlitsmyndavéla. Í gagnasafni lögreglunnar var 8 ára gömul mynd af Porchu, þar sem hún hafði á sínum tíma ekið með útrunnið ökuskírteini. Gervigreindarforritið sagði að Porcha væri á myndinni þar sem kona sést stela bíl á bensínstöð. Og það var eins og við manninn mælt, lögreglan skundaði heim til hennar og handtók hana. Jafnvel þó að konan á myndinni hafi ekki verið ólétt. Mistökin snúast alltaf um blökkufólk Porcha hefur nú stefnt lögreglunni í Detroit fyrir handtökuna. Tvö önnur mál eru nú rekin gegn lögreglunni í borginni af sömu ástæðu. Lögmenn Porchu segja dæmin sanna að myndgreiningarforritin séu mjög ófullkomin og geri ótal mistök, sem alltaf lúti að rangri myndgreiningu á blökkufólki. Það séu því, þegar öllu er á botninn hvolft, innbyggðir fordómar í sjálfri gervigreindinni. Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hélt að einhver væri að gera sér grikk Porcha Woodruff hélt að það væri einhver að stríða henni þegar sex lögreglumenn í fullum skrúða bönkuðu upp á hjá henni snemma á fimmtudagsmorgni og tilkynntu henni að hún væri handtekin, grunuð um að hafa stolið bíl á bensínstöð. Porcha var í óðaönn að gefa börnunum sínum, 6 og 12 ára, morgunverð og senda þau í skóla. Var nálægt því að missa barnið Hún benti lögregluþjónunum á magann á sér og spurði hvort þeir væru ekki að grínast, hún væri komin átta mánuði á leið. Þeir héldu nú ekki, handjárnuðu hana og stungu henni inn í fangaklefa þar sem hún mátti sitja á steinbekk í 11 klukkustundir, fram að kvöldmat. Henni var sleppt gegn greiðslu 100.000 dala tryggingu, og þá var farið beint með hana á bráðamóttöku. Þar sögðu læknar að hún hefði orðið fyrir ofþornun og að það væri mesta mildi að Porcha hefði ekki misst barnið sitt. Lögreglan í Detroit hefur tekið í notkun gervigreindarforrit sem er notað til að bera kennsl á fólk sem brýtur af sér og næst á myndir eftirlitsmyndavéla. Í gagnasafni lögreglunnar var 8 ára gömul mynd af Porchu, þar sem hún hafði á sínum tíma ekið með útrunnið ökuskírteini. Gervigreindarforritið sagði að Porcha væri á myndinni þar sem kona sést stela bíl á bensínstöð. Og það var eins og við manninn mælt, lögreglan skundaði heim til hennar og handtók hana. Jafnvel þó að konan á myndinni hafi ekki verið ólétt. Mistökin snúast alltaf um blökkufólk Porcha hefur nú stefnt lögreglunni í Detroit fyrir handtökuna. Tvö önnur mál eru nú rekin gegn lögreglunni í borginni af sömu ástæðu. Lögmenn Porchu segja dæmin sanna að myndgreiningarforritin séu mjög ófullkomin og geri ótal mistök, sem alltaf lúti að rangri myndgreiningu á blökkufólki. Það séu því, þegar öllu er á botninn hvolft, innbyggðir fordómar í sjálfri gervigreindinni.
Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira